Nýju húsnæðislögin fjögur í stuttu máli

Markmið nýrra laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með auknu aðgengi að hentugu íbúðarhúsnæði til leigu og að tryggja að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.

Lög um húsnæðisbætur hafa það markmið að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda með greiðslu húsnæðisbóta. Lögin eru einnig liður í því að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera við ólík búsetuform.

Markmiðið með lögum um breytingu á húsaleigulögum er að auka réttaröryggi leigjenda og koma á meiri festu í samskiptum leigjenda og leigusala svo komast megi hjá ágreiningi.

Lög um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög voru samþykkt á Alþingi í apríl sl. Markmið þeirra er að að auðvelda húsnæðissamvinnufélögum að starfa á Íslandi, að auka vernd búseturéttarhafa og skýra nánar réttarstöðu þeirra, annarra félagsmanna sem og húsnæðissamvinnufélaganna sjálfra. Einnig er markmiðið að stuðla að sjálfbærum rekstri slíkra félaga.

Tekið af vef Velferðarráðuneytisins. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband