Mánudagur, 24.10.2016
Hluta námslána verður breytt í styrk og áhersla lögð á iðn- og verknám
Framsóknarflokkurinn vill að farið verði í heildarmat á fyrirkomulagi iðnmenntunar í landinu. Sértaklega verði tryggt að skólar sem leggi áherslu á iðn- og verknám fái nægilegt fjármagn til að halda úti öflugri verklegri kennslu.
Auk þess þarf að skoða með hvaða hætti best er að haga starfsþjálfun utan veggja skólanna með það að markmiði að veita nemendum góða starfstengda þjálfun. Það þarf að ýta úr vör fræðslu meðal barna og unglinga um iðnnám og fjölbreytt störf í iðnaði.
Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi. Sá vettvangur nýtist til mótunar á framtíðarsýn, mótun menntastefnu og uppbyggingu öflugrar sí- og endurmenntunar. Lögð verði áhersla á nýsköpun, menntun frumkvöðla og tryggja aðgengi að starfsfærnimati.
Úr kosningastefnuskrá Framsóknar og ályktunum 34. flokksþingsins bls. 21
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.