Laugardagur, 22.10.2016
Fjármunum er betur varið til samfélagslegra verkefna en til greiðslu vaxta
Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á gerð langtímaáætlana í ríkisfjármálum og sjálfbæran rekstur ríkissjóðs. Útgjöld verða að haldast í hendur við tekjur. Hagstjórn þarf að vera ábyrg og ríkisfjármál öguð. Flokksþing fagnar sérstaklega þeim árangri sem náðst hefur á kjörtímabilinu með hallalausum rekstri ríkissjóðs og lækkun skulda. Mikilvægt er að lækka skuldir ríkissjóðs enn frekar m.a. með aukinni verðmætasköpun þjóðarbúsins og með skynsamlegu aðhaldi í rekstri hins opinbera. Flokksþingið styður metnaðarfull markmið ríkisstjórnarinnar um lækkun skulda, enda er fjármunum betur varið til brýnni samfélagslegra verkefna en til greiðslu vaxta.
Úr ályktunum 34. flokksþings Framsóknarflokksins bls. 4-5.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2016 kl. 18:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.