Hluthafar, hér er vinsamleg ábending

Hluthafar í Vinnslustöðinni og öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum sem fá greiddan út arð næstu vikur og mánuði. Það er rökrétt að samfélagsleg ábyrgð einstaklinga og
fyrirtækja aukist í réttu hlutfalli við þá ráðstafanlegu auðlegð sem
þeir hafa undir höndum. Mig langar því að benda ykkur vinsamlega á að nú er lag að láta eitthvað smáræði af hendi rakna til heilbrigðiskerfisins. Til dæmis til kaupa á lækningatækjum. Þetta mætti gera með formlegum hætti, svo sem með stofnun styrktarsjóðs þannig að hægt væri að benda á að þetta hefði verið gert. Þetta væri líklegt til að stuðla að friði og aukinni sátt í samfélaginu.
mbl.is Greiðir 1,1 milljarð í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hluthafar greiða fjármagnstekjuskatt 20% sem gera 220 millur í tilfelli Vinslustöðvarinnar.

Hlutafélög sem eiga hlut eru væntanlega með kostnað á móti sem dregur úr skatti.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.8.2013 kl. 09:35

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið og góðar ábendingar Hallgrímur.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.8.2013 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband