Miðvikudagur, 31.7.2013
Assange og félagar verða að halda sig í sviðsljósinu
Assange kveður upp sinn dóm yfir dómi bandarískra dómstóla og tryggir sér enn og aftur athygli fjölmiðla. Þannig heldur hann áfram að viðhalda og skerpa á ímynd sinni sem baráttumanni lýðréttinda. Þessi ímynd er nauðsynleg Assange og flokki hans því annars myndu möguleikar samtakanna á að nytsamir sakleysingjar á borð við Manning gaukuðu að þeim upplýsingum minnka til muna.
Ímyndin er svo aftur nauðsynleg forsenda fyrir tilveru samtakanna Wikileaks. En um þau samtök er mörgum spurningum ósvarað. T.d. hvaðan þau fá peningana? Hver gætir upplýsinganna fyrir þau og er tryggilega staðið að því að þær og aðeins þær réttu birtist eða berist til þeirra sem þær eiga að sjá? Hverjir hafa aðgang að þeim upplýsingum sem ekki hafa verið birtar? Er óbirtum upplýsingum eytt og ef ekki hvernig er staðið að vistun þeirra og innra eftirliti með þeim? Má dirfast að spyrja þeirrar spurningar opinberlega hvort að hugsast geti að á bakvið stórgróða samtakanna liggi sala á upplýsingum, þ.e. handvöldum óbirtum upplýsingum til sérvaldra aðila?
Assange segir Manning fullkominn uppljóstrara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
<a href="https://www.youtube.com/watch?v=TJgnJ_W_5zU">tengt efni</a>
Jon (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 11:25
tengt efni:
<a href="https://www.youtube.com/watch?v=TJgnJ_W_5zU">tengt efni</a>
Jon (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 11:27
Takk fyrir tenglana Jón. Ég get því miður ekki skoðað þá fyrr en á morgun því ég er búinn með niðurhalskvótann minn fyrir júlí og tími ekki að kaupa meira niðurhal.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 31.7.2013 kl. 11:33
Hér er tengill Jóns á betra formi. Þetta er myndskeið frá CNN þar sem tekist er á um málefni Assange. Ég er greinilega ekki einn um að hafa efasemdir um fullkomið ágæti þessarar starfsemi. Það er líka áhyggjuefni að íslenskir þingmenn/þingmaður skuli hafa greinileg og yfirlýst tengsl við þessi alþjóðlegu samtök.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.8.2013 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.