Færsluflokkur: Ljóð

Hið andlega lausafé

Fyrir einu ári birti ég ljóðið Ellimörkin? hér á blogginu. Þetta var á meðan góðærið svokallaða var enn hér á landi og fjöldinn allur af gljáandi nýjum pallbílum með stórar innfluttar hestakerrur í eftirdragi eða fjórhjólavagna renndi stoltur eftir...

Gamalt húsgangskvæði úr Flóanum

Tíkin hennar Leifu tók hún frá mér margt nýja skaflaskeifu skinn - og vaðmál svart. Tíkin sú var ekki ein því Óðinn var með henni. Át hún flot og feitt ket feikilega sú lét kapalinn og kaupskip kálfa tólf og Þórólf, Ingólfsfjall og allan Flóa aftur lét...

Bragi - Óðfræðivefur - merkilegt framtak til miðlunar menningararfsins

Eins og kunnugt er eiga Íslendingar ekki aðgengilegar útgáfur af bestum trúarlegum skáldskap íslenskum fram að Hallgrími Péturssyni en þó hafa Norðmenn gefið sum þessara kvæða út í myndskreyttum hátíðarútgáfum í þýðingum, en nú hillir undir bragarbót í...

Óðurinn til lífsins og vináttunnar

Flestir þekkja hið geysivinsæla lag 'Wonderful world' sem Louis Armstrong gerði heimsfrægt. Hægt er að sjá óborganlegan og einstæðan flutning hans á því á eftirfarandi YouTube myndskeiði sem nú þegar hefur fengið yfir 3 milljónir heimsókna: Texti þess er...

Höldum vöku okkar - gefum Grýlu og jólakettinum engin færi

Grýla reið fyrir ofan garð hafði hala fimmtán, en á hverjum hala hundrað belgi, en í hverjum belg börn tuttugu. Þar vantar í eitt, og þar skal far í barnið leitt. Svona er Grýlu kerlingunni lýst í gömlu kvæði. Grýla er fornu fari talin einhver hinn...

Ljómi barnsins - nýr jólatexti við þekkt lag

Flestir muna eftir eða kannast við Procol Harum lagið 'A whiter shade of pale' . Hægt er að skoða það á YouTube hérna . Lagið er bæði dramatískt og hátíðlegt og í því má merkja ákveðið ris sem nær hámarki í sérlega grípandi og fagurri laglínu sem varð...

Ásbúðir

Ljóð eftir Brynjólf Guðmundsson: Ásbúðir Borgarís skammt frá Konungur íshallarinnar andar köldu á landið þoka breiðist yfir ströndina Kvöldganga fjörugrjótið syngur við fætur okkar Hafið leikur undir sinn þunga óð við sker og klappir Kollur á eggjum...

Í sumarbústaðnum

Ekki er laust við að á mig sæki uggur, Bærðust jú ekki þessar heytuggur? Hví finnst mér ég hvorki heill né hálfur, getur verið að á mig stari pínulítill álfur? Ég gjóa augum órólega upp á fjöllin, eru þau kannski að horfa á mig...

Ellimörkin?

Glæsikona lítur glaðlega til mín en gullfallegur og gljáandi pallbíll með nýrri tveggja hesta kerru í eftirdragi sem rétt í þessu brunar líka hjá fangar samt athyglina. Í búðunum litríkur matur, í baðherberginu vigtin og á stöðinni einkaþjálfarinn sem...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband