Hinn umhverfissinnaði ökumaður

Á netinu má finna ýmis ráð fyrir umhverfissinnaða ökumenn og sjálfsagt sum hver hin ágætustu. Til dæmis það að aka ekki yfir hámarkshraða. Margir ökumenn virðast stóla á að aka á 80 þar sem 70 er hámarkshraði eða 100 þar sem 90 er hámarkið. Af hverju ætli það sé? Það er bæði mun dýrara heldur en að halda sig innan ramma laganna og svo mengar það meira. Getur verið að slæm skipulagning orsaki þetta tímaleysi og þennan hraða?

Nú hef ég heyrt það sjónarmið að tímasparnaður í umferðinni skili sér í aukinni hagsæld, en skyldi ekki góð skipulagning gera það miklu fremur? Hvað ef t.d. tveir eða þrír deila bíl saman frá Reykjavík til Akureyrar og halda sig á eða við hámarkshaða heldur en ef þrír bílar færu sömu leið og væru eins nálægt hundraðinu og Blönduóslöggan leyfði? Sparnaðurinn er strax augljós ef fleiri en einn eru í bílnum og sparnaður er nákvæmlega það sama og minni mengun.

Eitt ráðið sem ég sá var á þá leið að það ætti að létta bílinn eins og kostur er, ekki geyma hluti í bílnum til að rúnta með því öll þynging kallar á aukna eldsneytisnotkun. Einn vildi ganga svo langt að gera aldrei meira en að hálffylla tankinn til að létta bílinn en það er kannski frekar fyrir þá sem hafa tíma til að stoppa oftar á bensínstöðvum.

 


Af hverju hugnast mér ekki ESB?

Af hverju hugnast mér ekki ESB? Ég gæti nefnt þrjár ástæður: 1. Hömlur á verslunarfrelsi. Hér er ein lítil saga um þetta. Ég er áhugamaður um fjarskipti með talstöðvum og mig langaði í fyrra að kaupa CB- talstöð í Bandaríkjunum og flytja inn. Mér var...

Hinar mörgu hliðar umhverfisstefnunnar - kjörorðin eiga að vera „snjallt“ og „endingargott“ en ekki „nýtt“

Þetta með að offita stuðli á aukinn þátt í loftslagsbreytingum þarf ekki að koma á óvart því allt sem gert er hefur áhrif. Það er ekki nóg að flokka úrgang og skila. Ef við viljum taka betur á þá hreyfum við líka einkabílinn sem minnst og sláum fjórar...

Um örnefnið „Almannagjá“ og kenningar um staðsetningu almennings á Alþingi hinu forna

Sumrin 1984-1986 var ég sumarstarfsmaður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum og vann þar ýmis störf svo sem að tína rusl í Almannagjá og nágrenni. Þá fór ég að velta fyrir mér kenningum sem hingað til hafa verið viðteknar um að lögsögumaðurinn á Alþingi hinu...

Vetrarkvöldið síðasta

Vetrarkvöldið síðasta gekk ég út í garð og hlustaði andartak á raddir vorsins. Um daginn hafði rignt og mófuglarnir voru iðandi af fjöri. Hrossagaukurinn og tjaldurinn kváðu við raust og einnig heyrðist í gæsum. Yfir flaug svo álft lágt í norðausturátt....

Gamalt húsgangskvæði úr Flóanum

Tíkin hennar Leifu tók hún frá mér margt nýja skaflaskeifu skinn - og vaðmál svart. Tíkin sú var ekki ein því Óðinn var með henni. Át hún flot og feitt ket feikilega sú lét kapalinn og kaupskip kálfa tólf og Þórólf, Ingólfsfjall og allan Flóa aftur lét...

Hugleiðing um brauðilm

Kona nokkur sagði frá því á vinnustað sínum að heima hjá henni væri stundum bakað brauð í brauðvél. Þá var hún spurð: En hvar er brauðvélin? Frammi í þvottahúsi? Hún kvað nei við því og spurði af hverju brauðvélin þyrfti að vera í þvottahúsinu: "Nú út af...

Bragi - Óðfræðivefur - merkilegt framtak til miðlunar menningararfsins

Eins og kunnugt er eiga Íslendingar ekki aðgengilegar útgáfur af bestum trúarlegum skáldskap íslenskum fram að Hallgrími Péturssyni en þó hafa Norðmenn gefið sum þessara kvæða út í myndskreyttum hátíðarútgáfum í þýðingum, en nú hillir undir bragarbót í...

Úr snjó og vetri og aftur til sumarsins '73:

Víkjum nú aðeins athygli okkar frá snjó og vetri og hverfum aftur til sumarsins 1973. Þetta var sólríkt og gott sumar. Útvarpið var oft haft í gangi og þar voru leikin vinsælustu lögin. Eitt laganna sem oft hljómaði var glænýtt lag: "Tie a yellow ribbon...

Hvað dvaldi almannavarnir 25. janúar?

Föstudaginn 25. janúar gekk óveður yfir landið og færð spilltist svo að Reykjanesbrautin og Hellisheiði lokuðust en það tókst að halda Þrengslunum opnum. Fjöldi fólks tepptist í bílum sínum og þurfti að bíða hjálpar við erfiðar aðstæður þar til veður...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband