Hvað dvaldi almannavarnir 25. janúar?

Föstudaginn 25. janúar gekk óveður yfir landið og færð spilltist svo að Reykjanesbrautin og Hellisheiði lokuðust en það tókst að halda Þrengslunum opnum. Fjöldi fólks tepptist í bílum sínum og þurfti að bíða hjálpar við erfiðar aðstæður þar til veður lægði. Við þessar og líkar aðstæður er heppilegast að loka erfiðum leiðum sem fyrst fyrir fólksbílum svo hægt sé að koma í veg fyrir öngþveiti, erfiðleika og hættu sem og til að lögregla og sjúkrabílar geti notað leiðirnar ef á þurfi að halda. Einnig ættu almannavarnir að koma ákveðnum og skýrum skilaboðum til almennings og fræðsluyfirvalda í gegnum fjölmiðla þegar svona ástand skapast og gætu þar notað RÚV með mun markvissari hætti en nú er gert, svo sem með því að rjúfa dagskrá og lesa upp símanúmer sem almenningur getur hringt í til að vara við hættuástandi.

Sjá líka þessa bloggfærslu hér sem fjallar um ástandið á Eyrarbakkaveginum þennan morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband