Bloggfærslur mánaðarins, desember 2024

Þróun heimsmyndar: Hin mannlega fjölskylda

Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að allar núlifandi manneskjur eiga sér sameiginlega kvenkyns og karlkyns forfeður, nefnda mítókondríal Evu og Y-litninga Adam. Mítókondríal Eva er sú kona sem allir erfa mítókondríal DNA frá í gegnum móður sína, en Y-litninga Adam er sá karl sem allir núlifandi karlar deila Y-litningi frá. Þau lifðu ekki endilega á sama tíma, en þessi uppgötvun staðfestir hvernig allar manneskjur tengjast í gegnum tvo sameiginlega forfeður.

Trúarlegar heimsmyndir hinna abrahamísku trúarbragða (kristindóms, gyðingdóms og islam) byggja á hugmyndinni um að mannkynið sé komið af einni konu og einum karli, nefndum Adam og Evu. Þessi hugmynd var almennt viðurkennd þar til þróunarkenning Darwins kom fram á 19. öld. Hún setti fram að mannkynið hefði þróast frá hópum sameiginlegra forvera og skoraði þannig á bókstaflegan skilning á trúarlegri sköpunarsögu. Í kjölfarið varð sú hugmynd, að mannkynið ætti sér upprunalega foreldra, oft talin einfeldningsleg eða röng innan vísindasamfélagsins og einnig utan þess.

Það var ekki fyrr en á síðustu áratugum, með framförum í erfðafræði og DNA-rannsóknum, að hugmyndin um sameiginlega forfeður fékk vísindalega stoð. Uppgötvanir um mítókondríal Evu og Y-litninga Adam sýndu fram á sameiginlegan uppruna mannkyns og endurvöktu á vísindalegan hátt að hluta til, að minnsta kosti þann skilning sem áður hafði eingöngu fengist með trú.

Þessi þekking undirstrikar hvernig mannkynið er hluti af einni sögu og einu genamengi. Hún færði hina vísindalegu og trúarlegu heimsmynd nær hvor annarri að nýju. Þó vísindin og trúin byggist á ólíkum grunni – vísindin á erfðafræði og þróun, trúin á opinberun og helgisögum trúarinnar – deila þau sameiginlegri sýn um tengingu allra manna.

Slík þekking getur stuðlað að aukinni samkennd og tilfinningu fyrir sameiginlegri ábyrgð, þar sem hún minnir okkur á að við erum öll hluti af sömu mannlegu fjölskyldu með órofa skyldur gagnvart hvoru öðru og framtíð okkar á jörðinni. Með því að viðurkenna sameiginlegan uppruna okkar má efla skilning á mikilvægi samstarfs í heimi þar sem framtíðin er sameiginlegt verkefni okkar allra, og þessi sameiginlega sýn trúar og vísinda ætti að efla siðferðisvitund og skilning á skyldum okkar, þar sem hugmyndin um frið, samkennd og ábyrgð verður ekki aðeins dýrmæt heldur einnig nauðsynleg.


Langbylgjan þagnar

Um nokkurra daga skeið hefur ekki heyrst nein sending frá langbylgjusendinum að Gufuskálum sem hefur sent út á 189 khz tíðni. Engin frétt þess efnis finnst á vef Rúv, þar eru allar fréttir um langbylgju ársgamlar eða eldri. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Ríkisútvarpið hefur byggt á þessari tækni frá upphafi. 

Við öryggishlutverkinu eiga að taka um 230 FM sendar dreifðir víðs vegar um landið. Það fyrirkomulag hefur samt þá annmarka að ná ekki sömu dreifingu útvarpsmerkisins um okkar fjöllótta land.

Nú hefur verið rætt um að bæta meiri fjármunum í öryggismál en gert hefur verið vegna ýmissa ógna. Í þessu tilliti er ekki hægt að horfa framhjá því að langbylgjan er án hliðstæðu þegar kemur að því að dreifa öryggisboðum. Langdrægni hennar verður ekki mætt á neinn sambærilegan hátt, hvorki með FM sendum né kerfum sem byggja á netsambandi. Raunar er ofurtrú nútímans á netsambandi byggð á sandi því það sýnir sig æ ofan í æ að á meðal þess fyrsta sem fer þegar vá ber að dyrum er einmitt netsamband með öllum sínum þægilegheitum, hvort sem þau heita 4G, 5G eða GSM.  

Sú leið hefur því miður ekki verið farin að uppfæra langbylgjumerkið í stafrænar útsendingar, sem eru með þeim hætti að hægt er að nýta gömlu sendana áfram en með minni orkuþörf. Sérstaklega er þetta miður því í dag er fáanlegt sérhannað kerfi fyrir langdrægni og neyðarboð á langbylgju eða miðbylgju svokallað DRM


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband