Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
Föstudagur, 30.5.2014
Ákvarðanir stjórnvalda þurfa að standa
Föstudagur, 30.5.2014
Byggjum grænt
Miðvikudagur, 28.5.2014
Heimanám er tækifæri til samveru
Sumir segja að foreldrar eigi ekki að þurfa að aðstoða við heimanám barna. Þau komi heim úrvinda af þreytu og foreldrarnir sömuleiðis. Því er athugandi að skipuleggja heimanám þannig að það íþyngi ekki heldur gefi tækifæri til dálítillar samveru. Aðstæður fólks eru mismunandi en í flestum tilfellum eru tvö til þrjú börn á fjölskyldu og ef frístundaiðja er miðuð við eitt viðfangsefni fyrir hvert barn ætti að vera hægt að finna nokkrar mínútur fyrir heimanám öðru hverju. Það gefur foreldrunum tækifæri til samveru við börnin auk þess að fá innsýn í námið.
Þriðjudagur, 27.5.2014
Helgidómarnir eru fallegir
Mánudagur, 26.5.2014
Líflegir miðbæir
Í skipulagsmálum Árborgar horfum við í Framsókn á sérstöðu byggðakjarnanna. Þeir hafa byggst upp í kringum verslun, þjónustu, fiskveiðar eða iðnað þó margt hafi breyst í því sambandi. Við viljum varðveita hefðina og byggja með tilliti til þess stíls og þeirrar hönnunar sem þegar er fyrir og hefur fengið að þróast. Framtíðarsýn okkar felur í sér líflega miðbæi þar sem blómlegur markaður, græn svæði, menningarstarfsemi, afþreying og þjónusta þrífst innan göngufæris frá miðpunkti. Þannig verða bæirnir okkar aðlaðandi og skemmtilegir bæði fyrir okkur sem hér búum sem og gestina sem hingað koma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 24.5.2014
Eggert Ólafsson var grænn
Fyrir mig einn ég ekki byggi,
afspring heldur og sveitunginn,
eftir mig vil ég verkin liggi,
við dæmin örvast seinni menn;
ég brúa, girði, götu ryð,
grönnunum til þess veiti lið.
Svo hljóðar erindi í Búnaðarbálki Eggerts Ólafssonar sem ortur er um 190 árum áður en hugtakið sjálfbær þróun var skilgreint árið 1987 í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingum fjölgar um að lífshættir séu ósjálfbærir og við eigum að búa í haginn fyrir næstu kynslóðir, skila ekki bara jörðinni í viðunandi ástandi heldur einnig efnahag og menningu. Framsókn vill skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaðar ekki hagsmuni komandi kynslóða.
Föstudagur, 23.5.2014
Mun græna hugsunin rétta hallann af?
Fimmtudagur, 22.5.2014
Sprotafyrirtæki í Árborg
Miðvikudagur, 21.5.2014
Grammið á götunni og forvarnirnar
Laugardagur, 17.5.2014
Þar sem hamingju og mennsku er að finna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)