Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Hljóðlæsið kemur best út

Rrannsóknir sýna að svokölluð hljóðaaðferð kemur best út í upphafi lestrarkennslu en í helmingi grunnskóla landsins er stuðst við byrjendalæsi. Hljóðlæsi er líklega gamla aðferðin úr "Gagn og gaman". Ég man hvað ég var hissa þegar ég frétti af því líklega 1988-9 að það ætti að hætta að nota þær gömlu og góðu bækur. Í annarri frétt nýlega kom fram að Ísaksskóli styðst við hljóðlæsisaðferð en nemendur þar hafa náð góðum árangri í stærðfræði og íslensku. Þar er heimalærdómur einnig hluti af skólagöngunni. 

 


mbl.is Segir rétt að nota aðeins raunprófaðar lestraraðferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband