Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
Þriðjudagur, 1.1.2013
Skotvopn á ekki að geyma á heimilum
Skylda þarf eigendur skotvopna til að geyma öll vopn í byssuskáp. Þeir gætu sem best átt þessa skápa saman til að komast hjá miklum útgjöldum og vopnaskápana á að vista á öðrum mun öruggari stöðum en heimilum, geymslum eða frístundahúsum.
Öll skotvopn eiga að sjálfsögðu að vera í læstum byssuskápum og skotfærin í öðrum jafn öruggum læstum hirslum. Að því búnu þyrfti löggjafinn að koma á reglulegu eftirliti með því að farið væri eftir þessum reglum en sem stendur er ekkert slíkt eftirlit. Það ætti þó enginn að velkjast í vafa að slíkt eftirlit á fullan rétt á sér eins og t.d. bifreiðaeftirlit eða heilbrigðiseftirlit. Þetta eftirlit þyrfti að lögbinda. Þeir sem ekki færu eftir reglunum myndu missa byssuleyfið og yrðu að skila inn sínum vopnum strax við fyrsta brot.
Sjá fyrri pistil um þetta málefni: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1274726
Sérsveitin kölluð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |