Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Forvirkar rannsóknarheimildir ætti að leyfa

Í umræðu liðinna daga hefur borið á efasemdum um nauðsyn forvirkra rannsóknarheimilda. Slíkar heimildir eru nýttar t.d. þegar fylgst er með hópum sem talið er að séu að skipuleggja glæpi. Skemmst er að minnast þess að norska lögreglan kom nýverið upp um hóp sem lagði á ráðin um sprengjutilræði. Meðan á rannsókninni stóð var hópnum sem fylgst var með m.a. afhent annað duft en þeir höfðu beðið um og var nauðsynlegt til sprengjugerðarinnar. Þó þeir hefðu getað sett sprengjuna saman þá hefði hún ekki sprungið, þökk sé hinni forvirku rannsókn.

Ef lögreglan hefur ekki svona forvirkar heimildir þá má segja að samfélagið sé ekki nægilega í stakk búið til að verjast þeim sem leggja á ráðin um og skipuleggja ofbeldisglæpi og hryðjuverk. Það að sakborningur er ekki dæmdur í fangelsi nema sekt sé sönnuð byggir á varúðarreglu sem tryggir að saklausum sé ekki refsað. Þessi varúðarregla ætti að tryggja réttarstöðu manna.

Að vísu er nokkuð skammt um liðið frá uppljóstrunum um hleranir á símum stjórnmálamanna á kaldastríðsárunum  og ekki er hægt að útiloka að svona hleranir verði misnotaðar gegn pólitískum andstæðingum, en það er spurning hvort sú áhætta verði ekki að skrifast á reikning þess að þurfa að byggja upp viðunandi varnir gegn ofbeldi og hryðjuverkum.  Til að stemma stigu við þessu væri hægt að kveða á um innra eftirlit með starfseminni. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband