Nú er lag fyrir stjórnvöld að jafna hlut allra ljósvakastöðva

Uggvænlegar fregnir af uppsögnum starfsfólks hvaðanæva að úr þjóðfélaginu hafa borist undanfarna daga og ekki er hægt annað en biðja og vona að úrræði finnist á málum allra. Ein þeirra uppsagnarfregna sem barst í liðinni viku er af uppsögnum alls starfsfólks Skjásins. Eflaust má líka gera ráð fyrir samdrætti hjá Stöð 2 þó vonandi þurfi ekki að koma til uppsagna þar því þeir sem vilja spara munu að líkindum byrja að spara í kaupum á fjölmiðlum og afþreyingarefni.

Í ljósi þessara hræringa sést enn betur að núverandi fyrirkomulag í ljósvakamálum er ábótavant og það þarf að laga. Því miður eru einu hugmyndirnar sem fram hafa komið í þá veru að RÚV þurfi að fara af auglýsingamarkaði. Enginn virðist vilja ympra á þeirri leið að allir ljósvakamiðlar eigi einfaldlega að sitja við sama borð hvað varðar framlög frá ríkinu. Einn þessara miðla getur sem best verið í eigu ríkisins, þ.e. RÚV og þá á þeim forsendum að tryggja þurfi öryggi almennings og dreifingu til fjarlægra staða. Um þetta hef skrifað af og til og komið með tillögur um síðastliðið eina og hálfa ár en svo virðist sem þessar hugmyndir hafi ekki skilað sér til hugsuða stjórnmálaflokkanna. Framlög ríkisins til ljósvakamiðlanna eiga að vera í réttu hlutfalli við flutning þessara miðla á innlendu efni sem og vönduðu erlendu menningarefni. Ekki ætti að styrkja flutning af erlendum íþróttaviðburðum eða öðru erlendu afþreyingar- og skemmtiefni nema sérstök rök styðji þá ákvörðun. Þessir miðlar gætu sem best sameinast um rekstur öflugrar og óháðrar fréttastofu en haft frjálsar hendur þar fyrir utan. Ógæfulegt fjölmiðlafrumvarp stjórnarinnar 2004 hefði líklega aldrei komið til ef málum hefði verið skipað strax með þessum hætti þegar frjálsir miðlar voru leyfðir um miðjan 9. áratuginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband