Miðvikudagur, 9.7.2008
Styrkir til fleiri aðila en RÚV stuðla að fjölbreytni og jafnræði í menningarmálum
Ráðleggingar OECD til íslensku ríkisstjórnarinnar um að hún eigi að draga úr ríkisumsvifum ættu að geta verið ríkisstjórninni kærkomið tækifæri og rökstuðningur fyrir því að dreifa áherslum sínum í menningarmálum. Til dæmis gæti hún skorið á náin tengsl sín við RÚV og dreift þeim styrk sem þessi eina stóra stofnun hlýtur til allra ljósvakamiðlanna í réttu hlutfalli við framboð þeirra af innlendu efni. Slíkt fyrirkomulag myndi tryggja bæði fjölbreytni og jafnræði og engin sérlög þyrfti að smíða fyrir RÚV.
Meginflokkur: Útvarp | Aukaflokkar: Ríkisútvarpið, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.