Hinn umhverfissinnađi ökumađur

Á netinu má finna ýmis ráđ fyrir umhverfissinnađa ökumenn og sjálfsagt sum hver hin ágćtustu. Til dćmis ţađ ađ aka ekki yfir hámarkshrađa. Margir ökumenn virđast stóla á ađ aka á 80 ţar sem 70 er hámarkshrađi eđa 100 ţar sem 90 er hámarkiđ. Af hverju ćtli ţađ sé? Ţađ er bćđi mun dýrara heldur en ađ halda sig innan ramma laganna og svo mengar ţađ meira. Getur veriđ ađ slćm skipulagning orsaki ţetta tímaleysi og ţennan hrađa?

Nú hef ég heyrt ţađ sjónarmiđ ađ tímasparnađur í umferđinni skili sér í aukinni hagsćld, en skyldi ekki góđ skipulagning gera ţađ miklu fremur? Hvađ ef t.d. tveir eđa ţrír deila bíl saman frá Reykjavík til Akureyrar og halda sig á eđa viđ hámarkshađa heldur en ef ţrír bílar fćru sömu leiđ og vćru eins nálćgt hundrađinu og Blönduóslöggan leyfđi? Sparnađurinn er strax augljós ef fleiri en einn eru í bílnum og sparnađur er nákvćmlega ţađ sama og minni mengun.

Eitt ráđiđ sem ég sá var á ţá leiđ ađ ţađ ćtti ađ létta bílinn eins og kostur er, ekki geyma hluti í bílnum til ađ rúnta međ ţví öll ţynging kallar á aukna eldsneytisnotkun. Einn vildi ganga svo langt ađ gera aldrei meira en ađ hálffylla tankinn til ađ létta bílinn en ţađ er kannski frekar fyrir ţá sem hafa tíma til ađ stoppa oftar á bensínstöđvum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband