Laugardagur, 17.5.2008
Af hverju hugnast mér ekki ESB?
Af hverju hugnast mér ekki ESB? Ég gæti nefnt þrjár ástæður:
1. Hömlur á verslunarfrelsi. Hér er ein lítil saga um þetta. Ég er áhugamaður um fjarskipti með talstöðvum og mig langaði í fyrra að kaupa CB- talstöð í Bandaríkjunum og flytja inn. Mér var tjáð af starfsmanni Póst- og símamálastofnunar að það væri óheimilt að flytja inn talstöðvar nema þær hefðu CE merkingu. Nýjar CB talstöðvar framleiddar fyrir Bandaríkjamarkað eru vel nothæfar hérlendis og eru í fáu ef nokkru frábrugðnar sömu vöru sem framleidd er fyrir ESB nema að þær eru ekki með CE merkinu. Flestar eru þessar stöðvar t.d. með 4 Watta sendistyrk. Stöðvarnar var samt hægt að fá á mun hagstæðara verði í Bandarikjunum síðasta ár. Starfsmaðurinn tjáði mér að ef ég flytti inn svona stöð sem ekki væri með CE merkingu þá yrði hún gerð upptæk í tollinum! Kurteist en afdráttarlaust svar. Ég segi nei takk! Ekkert staðlað ESB helsi fyrir mig. Verslunarfrelsi er dýrmætt frelsi og uppspretta hagsældar og það ætti ekki að taka hugsunarlaust af fólki.
2. Mismunun gagnvart skyldfólki og ættingjum búsettum utan ESB. Konan mín er frá Filippseyjum og hana langaði til að útvega frænku sinni sem þar er búsett vinnu hérlendis því það vantaði starfsfólk á vinnustað hennar. Farið var í langt umsóknarferli og ítrekað auglýst og óskað eftir fólki hérlendis sem ekkert fannst. Eftir næstum árs þóf við kerfið kom loksins afdráttarlaust svar: Ákveðin synjun og vinnustaðnum bent á að snúa sér til Evrópskrar vinnumiðlunar til að afla sér starfsfólks.
3. Breytt sjálfsmynd þjóðarinnar. Ef fólk gengst inn á reglur af þessu tagi sem hér er nefnt að framan og finnur til vanmáttar síns gagnvart því að þeim sé breytt þá lamast bæði frelsishugsunin og sú hugsun að í þessu landi búi frjálsborin þjóð sem einhverju fái breytt með eigin ákvörðunum. Ef vitringar, sérfræðingar og stjórnlyndir forræðishyggjumenn úti í löndum fá að fara sínu fram hérlendis hvað sem hver tautar og raular hérlendis (eins og til dæmis hvíldartímákvæði vörubílstjóra) þá er erfitt að ætla annað en þessi frelsissjálfsmynd skaðist.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill
Ég er nú bara alveg sammála þér...
mér hugnast ekki þetta bákn, sem er gríðalega miðstýrt, og við íslendingar munum hafa þverrandi áhrif í ákvörðun ESB.
Þetta er ólýðræðislegt bákn þar sem samþjöppun valds stóru ríkjana og fjármagnseiganda stefnir að alræði (andstæðan við lýðræði)
Kíkið á þessa mynd til að átta ykkur á útaf hverju sambandið var stofnað, það var ekki stofnað til að koma í veg fyrir stríð.
http://www.youtube.com/watch?v=pkgGOFXuYPwSameining evrópu hefur verið reynd í margar aldir,,,, og ekki með hagsmuni almennings til hliðsjónar..
Sameining Norður Ameríku er í burðarliðnum.
Af hverju?
gfs (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 01:14
Takk fyrir innlitið gfs. Mig langar til að leiðrétta mig. Stofnunin sem um ræðir heitir Póst- og fjarskiptastofnun. Og bæta má við að fyrsta og stærsta ástæðan fyrir því að ég er á móti ESB er auðvitað fullveldisafsalið sem er óhjákvæmilegt, en fólk talar núna eins og það skipti litlu máli og því týndi ég til önnur rök. En málið er að fullveldisafsalið er því miður orðin staðreynd með hægfara aðlögun og sjálfkrafa áskrift að lögum og reglugerðum ESB. Helsið leggst á okkur hægt og sígandi og það eru ekki nema einstök einangruð mótmæli sem heyrast svo sem vörubílstjóra. Kannski er orðið tímabært að taka ESB umræðuna líka til að yfirfara og endurskoða EES samninginn og skoða aðra valkosti sem í boði eru.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 18.5.2008 kl. 13:03
Ég þakka þessi skrif þín, Ragnar. En EES-aðild hefur allt önnur áhrif en ESB-innlimun. Við erum ekki, almennt talið með "sjálfkrafa áskrift að lögum og reglugerðum ESB," þótt útsendarar ESB hafi fyrir nokkrum árum komið þeirri hugmynd inn í höfuðið á stórum hluta þjóðarinnar. Árið 2005 reyndust einungis 6,5% af lögum og reglugerðum ESB hafa verið tekin hér upp (og ekki sjálfkrafa, enda er innbyrðis munur á því, hvað við höfum samþykkt og hins vegar Norðmenn og Liechtensteinar; þar að auki fást ýmsar undanþágur frá ákvæðum, eins og nú er verið að sækja um eftir á vegna reglnanna um hvíldartíma vöruflutningabílstjóra). Nú mun þetta hlutfall vera milli 7–8% – og alls ekki um 80–90%, eins og blekkingarsmiðir í Bifröst og H.Í. voru að halda fram í mörg ár!
Jón Valur Jensson, 18.5.2008 kl. 15:32
Takk fyrir innlitið Jón og fróðlega athugasemd. Það er athyglisvert að sjá að við erum með svona lágt hlutfall ESB laga og reglna en þó er greinilegt að helsið sem þeim fylgir er farið að sverfa að frelsi manna á ýmsum sviðum. Íslendingar eru óvanir að láta stjórnlynda og andlitslausa embættismenn segja sér fyrir verkum í smáatriðum og ég á eftir að sjá að langt verði í það að fólk hér sættist á slíkt fyrirkomulag.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 18.5.2008 kl. 19:22
Já, það er t.d. af sú tíð, að unglingar fái að keyra dráttarvél um túnin hér á Íslandi – það getum við "þakkað" ESB-regluverkinu. Það sama á við um þær fáránlegu takmarkanir, sem eru á okkur lagðar af lögum EES/ESB og þú nefnir í grein þinni hér ofar. ESB er stærsta sérhagsmunabandalag heims og heldur á lofti sínum sérhagsmunum jafnvel með sinni tollastefnu gagnvart landbúnaðarframleiðslu fátækra landa þriðja heimsins.
Jón Valur Jensson, 18.5.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.