Föstudagur, 22.2.2008
Gamalt húsgangskvæði úr Flóanum
Tíkin hennar Leifu
tók hún frá mér margt
nýja skaflaskeifu
skinn - og vaðmál svart.
Tíkin sú var ekki ein
því Óðinn var með henni.
Át hún flot og feitt ket
feikilega sú lét
kapalinn og kaupskip
kálfa tólf og Þórólf,
Ingólfsfjall og allan Flóa
aftur lét hún kjaftinn mjóa
þó var hún ekki hálffull.
Brynjólfur Guðmundsson skráði 2005.
(Kapall er í merkingunni hestur).
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Spaugilegt, Þjóðtrúin | Facebook
Athugasemdir
Gaman að þessu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 13:29
Takk fyrir innlitið Greta. Já, þetta er eitt af þessum gömlu minnum um ófreskjuna sem étur allt mögulegt og ómögulegt. Ótrúlegt hvað þessi minni eru lífseig og koma víða fram.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 24.2.2008 kl. 22:54
Hún hefur leynt á sér, tíkin sú arna. Þetta hefur þó ekki verið sú svæsna Pólitík? -- En hugsunin eða skáldlega flugið minnir á viðskipti Þórs við Elli kerlingu, Útgarða-Loka og Miðgarðsorm.
Jón Valur Jensson, 27.2.2008 kl. 00:09
Takk fyrir innlitið Jón. Já, miðað við það að tíkin át Þórólf þá bendir það nú til að þetta hafi verið pólitíkin sjálf. . En ég var einmitt líka að hugsa um Miðgarðsorm líka í þessu sambandi, þá ófreskju sem hringar sig um jörðinga og bítur í halann á sjálfri sér - eða var það ekk einhvern veginn þannig? Það að hún er í slagtogi við Óðin bendir til einhvers slíks félagsskapar.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 27.2.2008 kl. 21:59
Heill og sæll, Ragnar Geir og þökk fyrir allt gamalt og gott !
Tek undir, með þeim Gretu og Jóni Val. Vil samt bæta við; hlutlæg vísindi Flóamanna eru ekki síðri, svo sem uppfinningar þeirra bera vott um, t.d. Jóhanns heitins frænda þíns, og tengdaföður míns, í Helli, bera ljósan vitnisburð skarprar hugsunar, nýliðinnar aldar.
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:07
Takk fyrir innlitið og góð orð Óskar. Bestu kveðjur, Ragnar.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 3.3.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.