Hugleiðing um brauðilm

Kona nokkur sagði frá því á vinnustað sínum að heima hjá henni væri stundum bakað brauð í brauðvél. Þá var hún spurð: En hvar er brauðvélin? Frammi í þvottahúsi? Hún kvað nei við því og spurði af hverju brauðvélin þyrfti að vera í þvottahúsinu: "Nú út af brauðfýlunni" var svarið.

Þó ég segi sjálfur frá þá finnst mér lykt af nýbökuðu brauði og kökum vera hinn besti ilmur. Hann líður um allar gáttir og þegar ég finn hann gleður það mig alltaf. Getur verið að öll lykt sem ekki kemur frá ilmefnum og þvottaefnum sé litin meira og meira hornauga. Þarf kannski að fara að stofna ilm- og lyktarvinafélagið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef nú aldrei heyrt annað eins - brauðfýla! Segi eins og þú að ég kalla þá lykt sem verður til við bakstur brauðilm!

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.2.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Já, ég varð verulega hissa þegar ég heyrði þetta en svo virðist sem einhverjir óttist að brauðilmurinn festist í sófasettinu, teppinu eða gardínunum og telji brauðvélina því best geymda í þvottahúsinu. Þetta er orðin nokkuð mikil viðkvæmni fyrir lykt.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 15.2.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ilm- og lyktarvinafélagið -- ég geng í það!

Kær kveðja,

Jón Valur Jensson, 27.2.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband