Mánudagur, 28.1.2008
Úr snjó og vetri og aftur til sumarsins '73:
Víkjum nú ađeins athygli okkar frá snjó og vetri og hverfum aftur til sumarsins 1973. Ţetta var sólríkt og gott sumar. Útvarpiđ var oft haft í gangi og ţar voru leikin vinsćlustu lögin. Eitt laganna sem oft hljómađi var glćnýtt lag: "Tie a yellow ribbon round the old oak tree". Höfundar lagsins eru Irwin Levine og L. Russel Brown og flutt af Tony Orlando og Dawn. Mér fannst ţá og finnst ţetta enn vera frábćrlega skemmtilegt og hlýlegt lag og fannst ţađ ţá auđvitađ vera spilađ allt of sjaldan. Ţá skildi ég minnst af textanum en hreifst af bjartsýninni sem stafar frá laglínunni og flutningnum. Textinn fjallar um fanga sem búinn er ađ afplána fangavist og hann kemur heim í rútu. Hann hefur skrifađ á undan sér til sinnar heittelskuđu og sagt henni ađ binda gulan borđa um stóra eikartréđ og ef hún geri ţađ ţá viti hann ađ hann megi snúa aftur. Ef borđinn verđi ekki á sínum stađ ţá muni hann ekki fara úr rútunni en halda áfram og taka á sig alla sök. Ţegar hann kemur heim blasa viđ honum hundrađ gulir borđar í kringum eikartréđ.
Ţađ ađ fagna heimkomu međ gulum borđa á sér ýmis tilefni og hefđir eins og sjá má á Wikipedia slóđinni fyrir neđan. Lagiđ sjálft var geysivinsćlt. Platan seldist í meira en 3 milljónum eintaka í maí '73 og ţegar vinsćldir ţess rénuđu var áćtlađ ađ ţađ hefđi veriđ spilađ um 3 milljón sinnum.
Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Yellow_ribbon
http://en.wikipedia.org/wiki/Tony_Orlando_and_Dawn
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Uppáhaldslög | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.