Hlúa þarf betur að hljóðrituðum menningararfi

Í grein 3 í lögum nr. 6 frá 1. febrúar 2007 um Ríkisútvarpið ohf segir um hlutverk almannaútvarps, en það er m.a:

 Að varðveita til frambúðar frumflutt efni, enda sé gengið frá samningum við aðra rétthafa efnis um að slíkt sé heimilt.

Í 4. grein segir svo:

Ríkisútvarpinu ohf. er heimilt að taka saman, gefa út og dreifa hvers konar efni, án endurgjalds eða gegn endurgjaldi, sem stuðlar að því að miðla áður framleiddu efni í eigu félagsins, svo sem rituðu máli, hljómplötum, hljóðsnældum, geisladiskum, myndböndum og margmiðlunarefni.

Í þessum málsgreinum felst enn ein mismununin gagnvart frjálsu útvarpsstöðvunum sem fyrir bera skarðan hlut hvað varðar menningarstyrk frá ríkisvaldinu. Ekki er nóg með að RÚV fái styrk til að varðveita frumflutt efni heldur getur stofnunin líka hagnast á því að gefa það út.  Með ólíkindum er að frjáls og fullvalda þjóð skuli koma menningarmálum sínum fyrir á þennan hátt og láta einn aðila njóta þvílíkra forréttinda. Margþætt hlutverk RÚV hlýtur líka að vera ráðamönnum þar á bæ nokkur vandi. Ekki er nóg með að stofnunin þurfi að sinna umfangsmiklum útvarpsrekstri heldur ber henni að varðveita mestan part af hljóðrituðum menningararfi þjóðarinnar!

Heppilegast væri að koma á fót sjálfstæðu hljóðritasafni eða auka við starfsemi Kvikmyndasafnsins þannig að þessum þætti menningarinnar væri sinnt af sjálfstæðri og óháðri stofnun. Jafnframt þyrfti að gefa öllum jafnan aðgang að þessu efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband