Dagar frostrósanna

Ţessa dagana hafa frostrósir myndast á ţeim gluggum ţar sem enn er einfalt gler og upphitun lítil svo sem í ýmsum gripahúsum. Áđur fyrr mynduđust frostrósir á gluggum híbýla fólksins, svo sem á gluggum bađstofanna og er slíkt enn í manna minni. Ein heimild um ţađ er eftirfarandi ljóđ eftir föđur minn Brynjólf Guđmundsson sem lengi bjó á Galtastöđum í Gaulverjabćjarhreppi. Hann er fćddur og uppalinn á bćnum Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi, og bjó ţar sín fyrstu búskaparár áđur en hann flutti ađ Galtastöđum. Ţar á bć var áđur gömul bađstofa međ torfţaki og glugga međ einföldu gleri.

Frostrós

Ég ligg lítill drengur
í gömlu bađstofunni
horfi á kvistina
í súđinni taka á sig
margskonar myndir

Fjöll tröll og álfa
ćvintýraheimur
á bađstofusúđinni

Laufblađ á glugga
Ég rís upp til
ađ taka ţađ af
Finn ađeins kalt gler

Rétt seinna
Fullkomin frostrós
međ puttafar
á einföldu gleri

Tvöfalt gler
engin frostrós

(Desember 2002)

 

Ljóđiđ birtist áđur á vefsetrinu vina.net: http://www.vina.net/index.php/brynjolfur/2002/12/02/frostros


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Sverrisson

Ég man eftir fallegu mynstri frostrósa á fjósgluggum og fjárhúsgluggum. Stundum teiknađi mađur líka eitthvađ ofan í héluna. Ţetta er gott ljóđ eftir hann föđur ţinn.

Ţorsteinn Sverrisson, 30.11.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sćll Ţorsteinn og takk fyrir innlitiđ. Já frostrósirnar geta veriđ fallegar og mynstrin fjölbreytt. En síđan tvöfalda gleriđ kom til sögunnar ásamt vel upphituđum húsum gerir ţađ líklega ađ verkum ađ frostrósir eru ýmsum framandi, a.m.k. stórar og myndarlegar rósir eins og myndast stundum.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.12.2007 kl. 19:50

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég man líka eftir frostrósum á fjárgluggum međ einföldu gleri austur á landi. Merkilegt, ţetta virđist ţví hafa veriđ sameiginlegur reynsluheimur um allt land og hugsanlega víđar. En hvernig ćtli ţađ sé međ unga fólkiđ í dag heldur ţađ ekki ađ frostrósir sé orđ yfir söngvara sem koma saman á tónleikum í desember? Njótiđ sunnudagsins. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 9.12.2007 kl. 01:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband