Vegiđ ađ öryggi íbúa Árnessýslu

Verulega er vegiđ ađ öryggi íbúa Árnessýslu og annarra sem leiđ eiga um sýsluna..

Ţetta kemur m.a. fram í ályktun sem Lögreglufélag Suđurlands samţykkti á félagsfundi nýlega. Sunnlenska fréttablađiđgreindi frá ályktuninni á forsíđu sinni í 45. tbl., 8. nóv. sl. Í ályktuninni kom ennfremur fram ađ Lögreglufélagiđ álítur ţetta vera vegna ónógra fjárveitinga til embćttis Sýslumannsins á Selfossi.  Ljóst er ađ ţarna tjáir sig fólk sem ţekkir vel til mála og ţví er ástćđa fyrir stjórnvöld ađ taka ţessa ályktun alvarlega. Ţađ er algerlega óviđunandi ađ málum sé komiđ ţannig fyrir ađ grunnţjónusta ríkisins sé aflvana vegna ónógra fjárveitinga til valdstjórnunar. Ţetta er sérlega alvarlegt í ljósi ţess ađ hverjum manni sem hér á svćđinu býr má vera ljóst hvílík hćtta er á ferđum á Suđurlandsveginum vegna hrađaksturs, og aksturs sem er ekki í samrćmi viđ ađstćđur sem stundum geta orđiđ erfiđar ţar međ stuttum fyrirvara. Í rauninni er ótrúlegt ađ ekki skuli alltaf vera mannađur lögreglubíll á vakt á Hellisheiđi, í Ţrengslum og Suđurlandsveginum til ađ stemma stigu viđ hrađakstri sem ţar tíđkast. Ennfremur eru fréttir af fíkniefnaakstri og handlagningu fíkniefna hér í nágrenninu orđnar ískyggilega tíđar. Sýslumannsembćttiđ á Selfossi ţjónar ekki bara ţéttbýlisstöđunum heldur líka víđlendum sumarbústađasvćđum hér í nágrenninu. Í ţessu ljósi koma fréttir af fjársvelti Sýslumannsembćttisins á Selfossi eins og ţruma úr heiđskýru lofti og í rauninni ótrúlegt ađ ţetta skuli eiga sér stađ undir dyggri ráđsmennsku Björns Bjarnasonar sem stóđ sig svo vel sem menntamálaráđherra. Hér ţarf greinilega ađ taka betur á.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband