Föstudagur, 9.11.2007
Tćknin breytir stöđunni varđandi ljósvakamiđlun til dreifđra byggđa
Ein af ţeim meginröksemdum sem fćrđar hafa veriđ fyrir ríkisútvarpi er ađ enginn einn ađili hafi bolmagn til ađ halda uppi útvarps- eđa sjónvarpsrás sem náist um allt land, í afskekktustu sveitum og á fjarlćgustu miđum. Ţetta ásamt öryggisrökum, ţ.e. ađ vegna öryggis og almannahagsmuna ţá sé öflugasta ljósvakamiđlinum best fyrir komiđ í tryggri umsjón ríkisvaldsins. Ný tćkni hefur í för međ sér ađ hćgt er ađ senda ljósvakaefni í gegnum símalínur og eftir ţví sem dreifikerfi símans batnar og tekur framförum og ć fleiri notendur hans geta nýtt sér ADSL ţjónustu ţá fjölgar um leiđ ţeim sem geta tekiđ á móti ljósvakamiđluninni á sama hátt. Ég geri mér grein fyrir ţví ađ ástand símalagna er ekki jafn gott alls stađar á landinu og enn eru eflaust margir stađir sem geta ekki nýtt sér ţá ţjónustu, en međ tíđ og tíma ćtti ţetta ađ batna og verđa hagkvćmara. Einnig má nefna ađ međ gervihnattasendingum er hćgt ađ ná víđa og sömuleiđis er trúlegt ađ eftir ţví sem tímar líđa ţá verđi sá möguleiki hagkvćmari. Tćknin vinnur ţví hćgt en örugglega gegn rökum ţeirra sem kjósa óbreytt ástand í ljósvakamálunum.
Meginflokkur: Sjónvarp | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tćkni, Ríkisútvarpiđ | Breytt 7.12.2007 kl. 22:44 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.