Málþófið og lýðræðið

ÞæfingÍ ræðu við nýliðna setningu Alþingis ávítaði Halla Tómasdóttir forseti Íslands þingmenn fyrir málþóf. Hún minnti á að það væri ekki keppikefli Alþingis að slá met í málþófi, heldur að efla málefnalega umræðu og skila þjóðinni niðurstöðum.

Orðið málþóf er gamalt og á rætur í orðinu þæfa, sem merkir að nudda ull upp úr blöndu af kúahlandi og volgu vatni svo hún einangraði betur. Þannig verður myndlíkingin ljós: umræðan er nudduð og nudduð þar til ekkert nýtt kemst að og ferlið verður tilgangslaust.

Málþóf er stundum réttlætt sem tæki minnihluta til að tefja meirihlutann. En í reynd hefur það oftar en ekki þau áhrif að lama þingstörf og tefja brýn mál. Það er spurning hvort slíkt sé lýðræðinu til framdráttar eða til tjóns. Ég hallast að hinu síðara. Þegar einstakir þingmenn eða lítill hópur getur tafið meirihlutavilja með endalausum ræðum, þá er það ekki styrkur lýðræðisins heldur veikleiki þess.

Á Norðurlöndunum hafa þingmenn tekið afdráttarlausa afstöðu gegn málþófi. Í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru ræðutímar strangt takmarkaðir og forsætisnefndir hafa vald til að stöðva óþarfa endurtekningar. Í Finnlandi eru reglurnar sveigjanlegri, en hefðin fyrir stuttum og málefnalegum ræðum tryggir að málþóf er sjaldgæft. Ísland stendur þannig einna næst bandaríska kerfinu, þar sem málþóf hefur löngum verið notað sem pólitískt tæki — með þeim afleiðingum að þingið getur lamað sjálft sig.

Við ættum að hlusta á Höllu forseta og taka mið af norrænum nágrönnum okkar. Lýðræði byggir á umræðu, en líka á því að ákvarðanir séu teknar. Þegar málþófið verður að lokum eini leikurinn, þá tapar lýðræðið.

 


mbl.is Orð forsetanna við þingsetningu vekja undrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband