Ný öryggisógn og hlutverk greiningardeildar: Nauðsyn nýrrar stofnunar?

Rannsókn á þessum atburði á líklega helst heima hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra passi atburðarásin á annað borð inn í ramma stjórnkerfisins. Í reglum um deildina segir að deildin eigi m.a. að:

Annast áhættugreiningu vegna einstaklinga og afla upplýsinga vegna verndar og öryggisgæslu fyrir æðstu stjórn ríkisins.
Veita ráðgjöf um viðbúnað sem hefur þýðingu fyrir hagsmuni ríkisins og þjóðhagslega mikilvæga starfsemi.

Verði það samt raunin að ríkislögreglustjóri telji þetta ekki vera tilefni til viðbragða þarf að skerpa á lögum um greiningardeildina eða koma á fót nýrri öryggisstofnun sem hefur öryggisatvik á borð við þetta á verksviði sínu. Um nauðsyn slíkrar stofnunar var reyndar rætt þegar bandaríska herliðið fór af landi brott 2006.

Málið virðist annars liggja nokkuð ljóst fyrir. Það er hafið yfir vafa að fjársterkur aðili, sennilega þjóðríki, hefur fjármagnað atlögu að Sjálfstæðisflokknum. Ástæður þess að Sjálfstæðisflokkurinn verður fyrir þessu eru þær líklegastar að ráðherrar hans hafa farið með utanríkismálin um langt skeið og flokkurinn er þekktur fyrir stuðning sinn við veru Íslands í Nató, er raunar leiðandi á því sviði og hefur verið frá upphafi. 

Stríð geisar í Evrópu og Nató er bandalag sem hamlar útvíkkun stríðsátakanna og því að árásaraðilinn nái markmiði sínu. Nágrannaríki okkar í Evrópu hafa þurft að búa við margháttaðar ógnir síðustu mánuði og ár og ekki þarf að efast um að núverandi ráðamenn í Moskvu muni sýna virðingarleysi eða ógnandi framkomu gagnvart íslenska ríkinu eins og þeir hafa raunar gert um árabil

Sem fyrstu viðbrögð væri auðvitað hægt að endurskoða og útvíkka upplýsingaöryggisstefnu stjórnarráðsins og bæta við ákvæðum um að starfsfólk ráðuneyta tjái sig ekki um málefni starfsins við fjölskyldumeðlimi, bæði vegna eðlis starfseminnar sem og til að stuðla að öryggi þessara fjölskyldumeðlima. 


mbl.is Ríkislögreglustjóri kannar málsatvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband