Langbylgjan er án hliðstæðu

Atvikið þegar hluti farsímakerfisins datt út, sem gerði ómögulegt fyrir fólk að hringja í 112, ásamt sambandsleysi í Tetra-kerfinu, sýnir að mikilvægt er að bæta í fjarskiptakerfið og viðhalda því vel. Þetta og fleiri öryggisatvik á undanförnum árum varpa ljósi á þörfina á að styrkja burðarkerfi netsambandsins og prófa þau reglulega til að tryggja öryggi.

Þá er ekki aðeins mikilvægt að efla netsamband, GSM og Tetra kerfin, heldur getur einnig þurft að viðhalda eldri fjarskiptakerfum sem eiga sér ekki hliðstæðu. Sem dæmi má nefna langbylgjuútsendingar Ríkisútvarpsins, sem stuðla að því að upplýsingar, t.d. fregnir af náttúruvá, berist yfir langar vegalengdir þrátt fyrir landfræðilegar hindranir á borð við fjöll eða fjallgarða.

Því miður virðist sem stjórnvöld hafi leyft þessu mikilvæga öryggiskerfi að úreldast. Ríkisútvarpið hefur í staðinn lagt áherslu á FM kerfið, sem notar rúmlega 230 senda til að ná til mikilvægra landsvæða. Hins vegar hafa FM sendingar takmarkaða drægni og missa samband þegar fjallgarðar skyggja á útsendinguna.

Stafrænar útsendingar á langbylgju eða miðbylgju, t.d. með DRM (Digital Radio Mondiale), gætu tryggt útvarpssamband á öllu landinu með fáum sendum. Með DRM er hægt að nota gömlu sendana áfram með viðbótar tölvubúnaði. Kostirnir eru að þetta fyrirkomulag krefst minni raforku en heldur sömu langdrægni og gerir mögulegt að senda textaskilaboð ásamt hljóði.

Viðamiklar prófanir og vettvangstilraunir hafa verið framkvæmdar víða um heim undanfarin ár á þessum útsendingum. Niðurstöðurnar staðfesta að DRM, bæði á AM og VHF/FM tíðnisviðunum, virkar vel og hægt er að innleiða kerfið til að mæta fjölbreyttum kröfum í alls kyns aðstæðum

 


mbl.is „Mjög alvarlegur atburður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband