Sunnudagur, 23.10.2016
Fæðingarorlof verði 12 mánuðir og greiðsluþak hækkað í 600 þúsund
Fæðingarorlof verði 12 mánuðir og greiðsluþak hækkað í 600 þúsund krónur, barnabætur hækkaðar og barnaföt verði án virðisaukaskatts. Mikilvægt er að stuðla að því að sveitarfélögin geti boðið upp á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi, þannig að samfella verði tryggð í umönnun barna. Brýnt er að leikskólar séu mannaðir fagfólki. Framsóknarmenn vilja að foreldrar sem þurfa að dvelja fjarri heimili sínu vegna fæðingar barns fái styrk úr fæðingaorlofssjóði til að mæta þeim tíma þannig að fæðingaorlof sé nýtt í þágu barns að lokinni fæðingu.
Úr kosningastefnuskrá Framsóknar og ályktunum 34. flokksþingsins bls. 18.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.10.2016 kl. 18:00 | Facebook
Athugasemdir
Gleymist að nefna hvernig eigi að fjármagna þessa fríu peninga. Ég legg til að þetta verði tekið af ellilífeyrisþegum. Það þarf absolútt að hvetja íslendinga til að hrúga niður börnum eins og kanínur svo þeir geti nú hvaft það að aðal framfærslu á besta aldurskeiði. Mjög gott fyrir framleiðnina í landinu væntanlega.
Um að gera að gefa svona stórslegin loforð til þeirra sem síst mæta á kjörstað.
En í alvöru talað. Eruð þið algerlega komnir í lalaland í örvæntingunni?
Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2016 kl. 21:19
Takk fyrir innlitið Jón.
Ekki líst mér vel á þá tillögu að "þetta verði tekið af ellilífeyrisþegum" enda ekki þörf á slíku. Fjármögnun á fæðingarorlofi virðist langt komin nú þegar. Í ríkisfjármálaáætlun áranna 2016–2019 er gert ráð fyrir að auka við einum milljarði króna til fæðingarorlofs á árunum 2017–2018 og eins hefur svigrúm skapast þar sem greiðslur fæðingarorlofs og fæðingarstyrkja á þessu ári eru nokkuð innan heimilda. Af hverju það er veit ég ekki en ein nærtæk ágiskun er að ekki fæðist jafn mörg börn og reiknað var með. Sjá nánar hér: https://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/hamarksgreidsla-i-faedingarorlofi-haekkar-i-500000-kr-a-manudi
Ragnar Geir Brynjólfsson, 24.10.2016 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.