Framtíðarþróun trjágróðurs í þéttbýlinu á Selfossi

Á Selfossi hefur vaxið upp hinn myndarlegasti þéttbýlisskógur. Trén eru flestum til ánægju. Þau mynda náttúrulegt og lífrænt umhverfi, draga úr hljóðmengun og veita skjól. Í sumum tilfellum er skuggavarp þeirra og lauffall á haustin þó orðið athugunarefni. Þetta haustið hefur lauffall orðið mikið á stuttum tíma og er asparlaufið mest áberandi. Laufmagnið hefur líklega aldrei verið meira og tíðar rigningar og stormar á stuttum tíma hafa haft sitt að segja núna í miðjum október.

Á sunnudaginn var gekk ég um götur Selfoss og það verður að segjast að það var lítil prýði af niðurrigndum asparlaufahrúgum á gangstéttum og í göturæsum. Nú gæti verið lag fyrir okkur Selfyssinga að huga meira að plöntun annarra tegunda en aspa og jafnframt huga að grisjun þeirra þar sem þær standa of þétt eða á óheppilegum stöðum.

Aspirnar hafa gert og gera sitt gagn hér, eru búnar að mynda skjólgóðan skóg sem getur greitt öðrum tegundum götu. Á eftirfarandi tengli er samantekt á þeim tegundum sem gætu hentað í þéttbýli: [Tengill]. Á áðurnefndri göngu minni dáðist ég t.d. að fallegum grenitrjám og vel snyrtum furutrjám. Grenið missir hvorki barr sitt né grænan lit og skýlir því betur á veturna en naktar aspir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband