Skattaívilnanir til efnahagslega veikra svæða

Eitt af þeim málum sem Framsókn setur á oddinn* i komandi kosningum er að skoðað verði hvort beita megi skattaívilnunum til fyrirtækja og einstaklinga á efnahagslega veikum svæðum á landsbyggðinni. Ásgerður Kristín Gylfadóttir frá Höfn, frambjóðandi Framsóknar í Suðurkjördæmi skrifaði grein í Mbl. 12. okt. sl. Þar lýsti hún því hve erfitt getur verið að fá fagfólk til starfa og búsetu úti á landi og algengt sé að læknar sinni heilsugæslu að heiman með því að vera 5-7 daga í héraði með störfum á höfuðborgarsvæðinu. Hún nefndi einnig atriði** sem flokksþing Framsóknar samþykkti nýlega sem ályktun en það er að veita afslátt af námslánum kjósi fólk að setjast að á ákveðnum svæðum sem þarfnast stuðnings. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti Framsóknar í NA-kjördæmi skrifaði einnig grein í Mbl. 15. okt. sl. (bls. 27) og nefndi þessi atriði en einnig að þriðjungur veiðigjalda ætti að renna til sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins, þriðjungur í þróunarverkefni hringinn í kringum landið og þriðjungur í sóknarverkefni sem geri byggðirnar eftirsóknarverðari. Einnig að opna þurfi nýjar fluggáttir til landsins á Akureyri og Egilsstöðum og gera flugvellina þar betur samkeppnishæfa. Hann nefnir að færa þurfi sveitarfélögunum auknar beinar tekjur af vaxandi ferðaþjónustu því megnið af innviðauppbyggingunni falli til utan Reykjavíkur en megnið af tekjunum séu lögð á í borginni.

*  Sjá 9. punktinn í kosningastefnuskrá Framsóknar. 
** Sjá ályktanir 34. Flokksþings Framsóknar, bls. 28.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband