Innflytjendur kjöts upplýsi um magn vaxtahvetjandi lyfja, hormóna og sýklalyfja

Á nýliðnu flokksþingi Framsóknar var ályktað um gæði innlendrar matvælaframleiðslu og upplýsingaskyldu þeirra sem flytja inn kjöt: 

„Gera verður kröfu um að gæði verði ávallt höfð að leiðarljósi við framleiðslu matvæla. Heilbrigði íslensks búfjár er verðmæti sem verður að varðveita. Innlendir dýrastofnar eru lausir við marga sjúkdóma sem herja á dýr í nágrannalöndum. Lyfja- og eiturefnanotkun við matvælaframleiðslu á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í heiminum. Draga þarf markvisst fram sérstöðu íslenskrar framleiðslu með áherslu á rekjanleika, heilnæmi og gæði. 

Gera þarf kröfu um að þeir sem flytja inn kjöt upplýsi neytendur um magn vaxtahvetjandi lyfja, hormóna og sýklalyfja sem valdið  geta sýklalyfjaóþoli í mönnum. Neytendur eiga rétt á að vita við hvaða aðstæður og aðbúnað matur, innlendur sem útlendur, er framleiddur. Tryggja þarf að ekki sé flutt inn kjöt af dýrum sem alin eru við lakari aðstæður, en kröfur eru gerðar um hér á landi. Skýra kröfu verður að gera um upprunamerkingar á öllum matvælum.“  

Sjá nánar hér: http://framsokn.is/pdf/alyktanir-34-Flokksthings-Framsoknarmanna-2016.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Agætt að byrja á okkur sjálfum og hætta að sprauta saltvatni í kjötið.

Jósef Smári Ásmundsson, 11.10.2016 kl. 06:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er mikill munur á lyfjagjöfum og saltvatni, Jósef Smári. Annað er beinlínis hættulegt heilsu manna, meðan hitt er til þess eins að varan verði fallegri í pakkningum.

Gunnar Heiðarsson, 11.10.2016 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband