Færa má langbylgjuna yfir á miðbylgju (AM)

Hægt væri að færa langbylgjusendingarnar yfir á miðbylgju (AM). Flest útvarpsviðtæki eru með þeim möguleika enn þann dag í dag. Miðbylgjusendingarnar eru að vísu ekki jafn langdrægar og langbylgjan en til að mæta því mætti e.t.v. auka afl sendanna. Að líkindum er ekki dýrt að breyta Gufuskálasendinum sem og þeim á Eiðum því aðeins þarf að breyta tíðni útsendingarinnar. Síðar mætti svo athuga að bæta við tveim AM sendum í viðbót, einum á Suðurlandi og einum á Norðurlandi. Líklega er hægt að fá svona búnað notaðan í dag, þar sem margar stöðvar eru að skipta yfir í stafrænt. 

Sjá einnig blogg mitt um málefni langbylgjunnar frá árinu 2008: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/687892/ 
Yfirlit yfir önnur blogg mín um Ríkisútvarpið: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/category/1661/ 


mbl.is Langbylgjan nauðsynleg landsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Já hvað segja fjarskiptayfirvöld við því?

Jón Þórhallsson, 9.10.2014 kl. 08:18

2 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Þarna gætir misskilnings.  AM merkir ekki miðbylgju.  Miðbylgja er skammstöfuð MW eða MF (medium frequency) á ensku.  AM stendur fyrir Amplitude Modulation þ.e. styrkmótun, til aðgreiningar frá FM, sem er Frequency Modulation eða tíðnimótun.  Útsendingar á langbylgju, miðbylgju og stuttbylgju  eru allar styrkmótaðar, þe.  Amplitude Modulated.

Misskilningurinn stafar að öllum líkindum af því, að að flestar AM útvarpsútsendingar eru á miðbylgju.  Langbylgjuútsendingar eru frekar sjaldgæfar.

Misskilningurinn er í raun framleiðendum útvarpstækja að kenna, þar sem þeir aðgreindu styrkmótaðar LW (LF)/MW (MF)/SW (HF) sendingar frá tíðnimótuðum VSW (VHF) sendingum með AM/FM skilgreiningunni.  Fæst þessar tækja náðu niður fyrir 300 MHz, sem eru mörkin milli langbylgu og miðbylgju

Langbylgjusendarnir á Gufuskálum og Eiðum eru AM sendar.

Kristján Þorgeir Magnússon, 9.10.2014 kl. 15:01

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitin Jón og Kristján.

Jón: Ég á ekki von á öðru en að þau taki þessu vel. Engar útsendingar eru á landinu á miðbylgju og næsti miðbylgjusendir sem mér er kunnugt um er í Færeyjum. Það ætti að vera auðvelt að fá úthlutað tíðnissviðum.

Kristján: Mér er kunnugt um þetta en ákvað að nota skammstöfunina AM fyrir miðbylgju þrátt fyrir að hún eigi við annað til að yngra fólk skildi pistilinn betur, þar sem eins og þú réttilega bendir á, velflest viðtæki hafa merkinguna AM en ekki MW eins og algengt var á síðustu öld. Hvað finnnst þér annars um hugmyndina sem sett er fram i pistlinum?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.10.2014 kl. 18:00

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta er áhugaverð hugmynd. Ég er einn af þeim sem treysti ekki stafrænum kerfum þegar virkilega bjátar á. Hugmyndin um fjóra senda er eitt en síðan er hitt að sendingin sem slík þarf að nást um allt land, þó að einn eða fleiri sendar detti út.

Reynslan sýnir að endurvarpar hér á landi detta út og þá sitja eftir heilu landssvæðin án tengingar við t.a.m. almanavarnir.

Það þurrkar líklega þessa hugmynd þína út nema hver og einn sendir dragi um allt land, eða hvað?

Sindri Karl Sigurðsson, 9.10.2014 kl. 20:29

5 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Sindri.

Það nægir að hver sendir dragi um það bil hálft landið frá sinni staðsetningu.  Þá þolir kerfið að einn sendir detti alveg út því þá verða aðrir tveir sem nást á svæðinu, hugsanlega mun þriðji sendirinn líka einnig nást dauft á bílútvörp. 

Síðar, þegar skuldir RÚV verða niðurgreiddar ( ) verður svo hægt að breyta sendunum í stafræna AM útsendingu sem er í mun betri hljómgæðum en jafn langdræg og gamla miðbylgjan. 

Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.10.2014 kl. 17:22

6 identicon

Sæll Ragnar - og aðrir gestir þínir !

Mjög áhugaverðar hugleiðingar þínar Ragnar - og minnir mig á fikt tímabil mitt á yngri árunum m.a. / þegar ég var að kanna vægi jarðtenginga minna við ofnakerfið annarrs vegar - sem og í rafmagnsdósirnar vegna Miðbylgjunnar - eftir bylgju lengdunum : 530 - 800 Khz / 1200 - cirka 1590 hins vegar: fyrir utan grúskið með Langbylgjuna og Stuttbylgjuna / ekki síður.

Með beztu kveðjum - sem endranær /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.10.2014 kl. 22:47

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Jaaaááá, segir sá með efasemdirnar, hvaða búnað þarf til að halda úti sendingum á því formi sem felst í stafrænu AM? Varla Gufuskálamöstrum, eða slíku, á hverjum stað er það?

Kann ágætlega við blikkljósið í mastrinu á Eiðum, sést langt að, gott kennileiti á flandri í svarta myrkri upp til fjalla. Útvarpsmastur er ekki bara útvarpsmastur...

Sindri Karl Sigurðsson, 10.10.2014 kl. 22:58

8 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Heill og sæll Óskar og takk fyrir innlitið.

Já, það var sannarlega gaman að útvarpsgrúskinu í gamla daga, spennandi stöðvar úti um allt á öllum bylgjulengdum og því lengri sem loftnetin urðu því fleiri stöðvar náðust og það var spennandi að renna yfir bylgjurnar eftir sólarlag þegar hlustunarskilyrðin voru orðin góð. 

Bestu kveðjur sömuleiðis. 

Ragnar Geir Brynjólfsson, 11.10.2014 kl. 09:19

9 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sindri,

Jú möstrin á Eiðum og Gufuskálum gætu að líkindum dugað áfram í það ef treysta má þessari heimild hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Digital_Radio_Mondiale

Ragnar Geir Brynjólfsson, 11.10.2014 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband