Föstudagur, 30.5.2014
Byggjum grænt
Ennþá tíðkast að opinberir aðilar byggi ósjálfbær glæsihús á kostnað almennings. Það gefur slæmt fordæmi og ýtir undir neysluhyggju. Ef dæmið er skoðað í víðu samhengi þá er ekki víst að nýbyggingar séu eins hagkvæmar og talið er, sér í lagi ef hönnun þeirra og val á byggingarefnum tekur ekki tillit til umhverfisáhrifa. Í öllum byggingum felst ákveðið umhverfisfótspor sem kemur ekki fram á reikningum en er samt inni í hinum stóra reikningi sem samfélagið þarf að greiða þegar til lengri tíma er litið. Gömlu húsin eru gjarnan timburhús sem oft er hægt að lagfæra eða endurbyggja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.