Heimanám er tækifæri til samveru

Sumir segja að foreldrar eigi ekki að þurfa að aðstoða við heimanám barna. Þau komi heim úrvinda af þreytu og foreldrarnir sömuleiðis. Því er athugandi að skipuleggja heimanám þannig að það íþyngi ekki heldur gefi tækifæri til dálítillar samveru. Aðstæður fólks eru mismunandi en í flestum tilfellum eru tvö til þrjú börn á fjölskyldu og ef frístundaiðja er miðuð við eitt viðfangsefni fyrir hvert barn ætti að vera hægt að finna nokkrar mínútur fyrir heimanám öðru hverju. Það gefur foreldrunum tækifæri til samveru við börnin auk þess að fá innsýn í námið.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er 6-8 stunda vinnudagur ekki nægjanlegt skylduvinnuframlag grunnskólabarna í opinberum grunnskólum?

Börnin eru ekki einu sinni í barnvænu og öruggu umhverfi þessa löngu vinnudaga? Og mörg þeirra bíða þess aldrei bætur!

Það er kominn tími til að átta sig á að opinber grunnskólamenntun á að vera þjónusta fyrir börn, en ekki óvarðar stofnanir ofálags og eineltis!

Hvergi á norðurlöndum er lengri vinnudagur en á Íslandi, og kaupmáttur lægstu launa duga ekki fyrir lágmarksframfærslu, samkvæmt viðmiðunar-verklagsreglum hjá umboðsmanni skuldara?

Hugguleg stund örþreyttra barna og foreldra?

Hvaða tækifæri er verið að tala um?

Foreldrar kenni börnum, eftir langan vinnudag barna og foreldra? Allir þreyttir og stressaðir!

Til hvers eru rándýrir og oft gagnslitlir skyldugrunnskólar, ef foreldrar eiga svo að kenna börnum heima? Og til hvers er margra ára kennaranám, ef ókennaramenntaðir foreldrar eiga að sinna kennslunni heima eftir langan vinnudag foreldra/barna?

Það er ýmislegt við opinbera skólakerfið, sem krefst skýringa, með raunhæfum réttlátum og mannúðlegum rökum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.5.2014 kl. 00:05

2 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið og góð rök Anna. Ég vonast til að hafa tíma til að svara áður en langt um líður.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 30.5.2014 kl. 14:16

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Anna.

Ég held að við verðum að horfa á heildina og miða við hagsmuni hennar en ekki um of á dæmi þar sem eitthvað fer úrskeiðis svo sem í tilfelli eineltis.  Þessar hugleiðingar þínar um ágalla skólastarfs eiga kannski frekar heima í umræðu um fræðsluskyldu sem valkost við skólaskyldu.

Umræða um kaupmátt lægstu launa tengist heldur ekki aðalatriðum þessa máls. Ég gæti frekar trúað að fólk í vaktavinnu sé kannski sá hópur sem á hvað erfiðast með að aðstoða börn sín við heimanám.

Dvöl barna í skólum getur sem betur fer verið skemmtileg, þrátt fyrir að taka nokkra klukkutíma og oftast er mikill kraftur eftir sem fer gjarnan í frístundastarf. Vandinn er kannski sá að stundum eru börnin í fleiri en einu frístundastarfi, en það er vitaskuld hægt að gera of mikið af hinu góða, líka frístundastarfi. 

Það þarf ekki annað en lesa lögin um grunnskóla til að sjá að foreldrar bera ríka ábyrgð þegar kemur að menntun barnanna, ábyrgð sem ekki er hægt að fría sig af:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html

Það er einnig þekkt að börn fram að vissum aldri vilja gera og vera eins og foreldrarnir. Suzuki tónlistarnámið er dæmi um kennsluaðferð sem virkjar þennan áhuga með góðum árangri. 

Ef börnin læra aldrei að læra heima er hætt við að þau standi ver að vígi um miðbik framhaldsskólans þar sem námsefnið er orðið það þungt að ekki er lengur hægt að læra og komast áfram með því að fylgjast vel með í tímum.

Góðar stundir

Ragnar Geir Brynjólfsson, 5.6.2014 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband