Þriðjudagur, 27.5.2014
Helgidómarnir eru fallegir
Helgidómar trúfélaga eru yfirleitt fegurstu byggingar hvers svæðis. Þeir laða fólk að sér ekki bara til trúarlegra athafna heldur einnig ferðamenn sem njóta fagurs handverks, lista og menningar sem þar er gjarnan að finna. Hvert sem farið er í menningarborgum heimsins eru helgidómar trúarinnar yfirleitt miðlægir og sýnilegir en ekki faldir bakatil. Fólkið sem á svæðinu býr er oftast nær stolt af þeim og hefur tilfinningar til þeirra vegna þess hlutverks sem trúin gegnir. Veraldarhyggja vorra daga vill að helgidómarnir hverfi frá miðlægum svæðum en lætur vera að segja okkur hvað eigi að koma í staðinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.