Fimmtudagur, 22.5.2014
Sprotafyrirtæki í Árborg
Í atvinnumálum þarf að horfa til hlutverks Árborgarsvæðisins sem þjónustumiðstöðvar. Í þessu tilliti er vert að huga að hagsmunum örfyrirtækja því hlutfall lítilla verslunar- og þjónustufyrirtækja er að líkindum hátt í Árborg. Hlutdeild lítilla og meðalstórra fyrirtækja í verðmætasköpuninni er hærra á Íslandi en í ESB. Hlutdeildin var 66% á Íslandi árið 2012 en 58% í ESB. Við í Framsókn teljum mikilvægt að gleyma ekki þessum þætti atvinnulífsins og viljum hlúa að vaxtarbroddum innan geirans með því að liðsinna sprotafyrirtækjum sem hyggjast hefja starfsemi á svæðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ragnar Geir! það er sko miklu minna í Árborg en fyrir vestan. Þar er allt í blóma og búið að vera það undanfarin 15 á. Með stækkun Rækjuvinslunnar á Skipeyri og Stekkeyri og nýja slippnum í Aðalvik eru ekki margir sem slá okkur. Verður að fara til Grænlands til að fá betri tölur í Pósentupólitíkinni. Það er líka búið að fjárfesta í prósentutölvu í Hnífsdal sem getur margfaldað allar prósentur mörghundruðsinnum. Svo ekki koma dragandi með þessar lásí tölur úr Árbrók.
Vinir í vanda.
Eyjólfur Jónsson, 22.5.2014 kl. 15:44
Takk fyrir innlitið Eyjólfur.
Mögnuð þessi prósentutölva í Hnífsdal, ekki er ónýtt að hafa aðgang að svo góðum gríp.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 23.5.2014 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.