Miðvikudagur, 21.5.2014
Grammið á götunni og forvarnirnar
Fyrir nokkru sat ég fund um löggæslumál í sveitarfélaginu Árborg. Þar kom fram sú skoðun að mikilvægt væri að gefast ekki upp í stríðinu um grammið á götunni. Ef neysluskammtar fíkniefna væru lögleiddir gætu sölumenn fíkniefna gengið um með leyfðan neysluskammt og komist hjá handtöku. Fullyrðingar um að baráttan gegn fíkniefnunum sé töpuð er klisja og þau rök að lögin séu brotin oft og því gagnslaus halda ekki. Umferðarlögin eru brotin oftar og fáum dettur í hug að rýmka þau í þágu ökudólganna. Við í Framsókn viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar, efla forvarnir og hækka frístundastyrki til ungmenna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var það ekki uppskerubrestur og tapað svartamarkaðs-undirheimabrask hvítflibba-viðskiptakónganna á ólöglegum lyfjum, sem orsakaði fjármálakreppuna/hrunránið?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2014 kl. 22:39
Og vilja kannski halda í það áframm?
Eyjólfur G Svavarsson, 22.5.2014 kl. 07:24
Skil vel að umræðan sé á þessum nótum í Árbæ, þar sem sýslumaðurinn er eindreginn árásarkóngur á fólk með gramm á götunni, satt að segja var gott að losna við hann héðan, því vandamálin hurfu með honum og hans ásækni á ungt fólk sem fékk ekki um frjálst höfuð strokið fyrir honum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2014 kl. 09:26
Og þau hafa örugglega aukist hjá ykkur. Því þær áherslur sem hann hefur eru skaðlegar. Segi og skrifa.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2014 kl. 09:27
Ásthildur, ég mótmæli eindregið og fordæmi þessa persónuárás á sýslumanninn og því hugarfari sem birtist í orðunum. Það er mun farsælla að leita lausna fremur en sökudólga.
Vandamál sem snerta afbrot eru í öllum samfélögum og það er fráleitt að kenna einum einstaklingi um þróun mála hvort sem það er í fortíð eða nútíð. Betra er að horfa á það jákvæða sem hver og einn getur lagt til góðra verka.
Þessi þráður fjallar ekki um persónu sýslumannsins heldur málefni forvarna. Viljir þú eða aðrir leggja inn athugasemdir á þennan þráð eiga þær að vera um málefnið.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 22.5.2014 kl. 09:57
Stefnir Framsókn þá á fíkniefnalaust Ísland 2020 ... eða hvað er planið? - Hvernig gekk það síðast?
Núverandi stefna hefur mistekist hörmulega. Það hefur aldrei verið meira af fíkniefnum í umferð og ungmenni hafa nánast ótakmarkaðan aðgang að þeim og geta fengið þau heimsend á styttri tíma en pizzu. Það liggur við.
Undirheimarnir græða milljarða á cannabissölu og fjármagna með þeim hagnaði til dæmis innflutning á harðari fíkniefnum og aðra glæpi.
Síðan hin hliðin: Ungmenni verða fyrir áreiti frá lögreglu, leitað í vösum þeirra og þau jafnvel strippuð inni í klefa.... og þegar ekkert finnst á þeim að þá fá varla afsökunarbeiðni, og ef þau eru svo óheppin að eitthvað finnist á þeim að þá geta þau átt von á því að það setji blett á þeirra feril með tilheyrandi vandamálum fyrir þau, t.d að ferðast til Bandaríkjana, sækja um vinnu, skotvopnaleyfi ofl. ofl.
Síðan getur fólk varla fengið bréf erlendis frá án þess að eiga á hættu að það verði opnað af tollvörðum. Nýtt dæmi um þetta er þegar Ómar Ragnarsson fékk bréf frá vini sínum sent og það var opnað... (og lesið?) hvað veit maður. Allt útaf því að það gæti verið dóp í póstinum.
Milljarðar fara í þetta. Fjársvelt lögregla neyðist til að eltast við plöntur og við fólk með nokkur grömm í vasanum...og á meðan eru kynferðisbrotamenn sem sitja um barnaskólana en lögregla hefur ekki mannskap til að vera með eftirlit þar. Sama með fólk sem verður fyrir ofsóknum ofbeldismanna að það fær mjög takmarkaða hjálp frá lögreglu. Það er bara ekki mannskapur í það. Bara nokkur dæmi.
Hvenær er komið nóg?
ThoR-E, 23.5.2014 kl. 18:47
Thor. Þú lýsir kostnaði og fyrirhöfn lögreglu í baráttunni um grammið á götunni en þetta er það verð sem samfélag okkar þarf að greiða í baráttunni við fíkniefnin.
Fíkniefni voru leyfð hér áður fyrr í okkar heimshluta og þau sköpuðu mun alvarlegri vandamál en þau sem þú lýsir. Samfélögin gátu ekki með neinu móti sætt sig við það ástand, stríð milli þjóðríkja voru háð um málið.
Sjá t.d. hér og hér. Að ætla að leyfa þetta færir klukkuna aftur á 19. öld og við myndum lenda í sömu umræðu og fór fram í Bretlandi á 19. öld og síðar. Hún myndi að lokum leiða okkur aftur á þann punkt sem við erum á núna en verðið sem greitt yrði í mannslífum yrði að líkindum margfalt meira en fyrirhöfnin sem samfélagið leggur á sig núna vegna baráttunnar um grammið á götunni.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 23.5.2014 kl. 21:31
Ég gef einfaldlega ekki mikið fyrir vandlætingu þína Ragnar, ef Sýslumaðurinn hefði ekki flutt sig um set, hefði sonur minn að öllum líkindum ekki fengið þau ár sem hann þó fékk, eftir að þessi maður fór, og annar sýslumaður tók við sem hafði aðra sýn á málin. Og ég sem treyst þessum manni, en komst svo að því hvernig afstaða hans var til sonar míns. Það gleymist ekki, og mun lifa með mér svo lengi sem ég lifi og hafi þessi frændi minn ævarandi skömm fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.5.2014 kl. 22:07
Ásthildur.
Þessi umræðuþráður fjallar ekki um persónur og alls ekki einkamál þín né annarra. Ég áminni þig ekki aftur um að halda þig við málefnin. Innleggjum um annað en málefni frá þér á þessari síðu verður eytt. Þú ert sjálf með bloggsíðu þar sem þú getur komið hugðarefnum þínum á framfæri.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 24.5.2014 kl. 15:15
Eyddu þessu bara út Ragnar mér að meinalausu, menn eins og þú hafa ekki skynbrað til að þekkja vandamálið, og því síður vilja heyra sannleikann. Svo blessaður eyddur þessu bara út öllu saman. Ég vorkenni þér eiginlega að sjá ekki alvöru málsins en samt að ætla að fjalla um það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2014 kl. 01:10
Menn eins og ég ? Það var ekki ég sem greindi fundinum frá þessum skoðunum. Sá sem það gerði hafði þetta eftir aðilum innan hollensku lögreglunnar. Flestir tóku undir þetta sjónarmið, þ.e. að gefast ekki upp í baráttunni um grammið á götunni.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 25.5.2014 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.