Þriðjudagur, 9.7.2013
Hvaðan fær Wikileaks peningana?
Af hverju reyna fréttamenn ekki að grennslast fyrir um hvernig Wikileaks er fjármagnað? Þessi upphæð svarar til þess að 8 milljónir manna hafi gefið stofnuninni 1000 krónur. Er hún í alvöru svona vinsæl? Er ekki líklegra til árangurs að spyrja hverjir hafi hagsmuni að því að ná upplýsingum út úr bandaríska stjórnkerfinu?
Er það lýðræði til framdráttar í heiminum að ráðast á leynilega upplýsingasöfnun Bandaríkjamanna? Lýðræðið hefur hingað til verið dýru verði keypt og þannig mun það verða áfram. Það verð verður ekki greitt með uppljóstrunum og svikum heldur með trúnaði og hollustu ásamt gagnrýni á þeim stöðum og með þeim löglegu leiðum sem fólki í þjónustu almennings stendur til boða. Svikulir embættismenn eiga hvergi að fá hæli nema hugsanlega í refsivist sem þeim stendur til boða í eigin heimalandi.
Yfirvöldum hins vestræna heims er sannarlega vandi á höndum. Þau þurfa að verja borgara sína fyrir árásum glæpamanna og aðra almannahagsmuni með upplýsingasöfnun en hljóta ámæli og ávirðingar fyrir vikið.
Því miður er það svo að svikararnir eru hylltir sem hetjur. Þeirra bíða fjárfúlgur og frægð, jafnvel íðilfögur njósnakvendi sem vilja giftast þeim.
Sjá einnig þessa bloggfærslu: Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli.
Ekkert útilokað með Snowden og Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:54 | Facebook
Athugasemdir
Hef stutt þá og þekki fjölan allan af fólki sem hefur gert það sama.
Af hverju skiptir máli hverjir styðja Wikileaks ?
AFB (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 13:41
Takk fyrir innlitið AFB. Þetta upplýsist smátt og smátt ef við teljum þína kunningja vera 7 og þið hafið gefið 1000 þá eigum við eftir að fá svör frá 7.999.992 manns :)
Finnst þér í alvöru ekki forvitnilegt hvaðan 8 milljarðar koma? Sérðu ekki neina mögulega hagsmuni blandast inn í málið þegar um svo háar upphæðir er að ræða?
Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.7.2013 kl. 15:05
Hversvegna helduru að það var lögð svona mikin pressa á greiðslukorta fyrirtæki að loka á framlög til Wikileaks?
Stæðsti hluti peningana þeirra eru frá einstaklingum enda ef eingöngu er litið til hins vestræna heims þá eru 8.000.000 miljónir mans ekki einu sinni 1% af íbúafjöldanum.
Hversu mikið af fólki er til í að eyða smá pening í það að gögn sem sýna fram á stríðsglæpi, lögbrot eða spillingu innan vestrænna landa komist í ljós þannig að hægt er að hreinsa til?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 17:21
Takk fyrir innlitið Elfar.
Stærsti hluti peninganna frá einstaklingum? Hvaðan hefurðu þessar upplýsingar Elfar? Er bókhald Wikileaks opið? Eru nöfn gefenda sem gefa meira en ákveðna upphæð gefin upp?
Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.7.2013 kl. 18:56
ESB gat ekki haldið hlandi yfir þessum uppljóstunum og yfirgangi USA
svo eigum við að trúa (Wikileaks talsmanni) að öll ESB lönd beygji sig og sveigi og harðlæsi lofthelginni ef nokkur grunur er um að Snowdon sé í einhverri flugvél
Hummm - hvað eru margar flugvélar á ferðinni í Evrópu
Grímur (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 19:02
Það væri erfitt fyrir mig að finna slíkt þar sem Wikileaks safnar ekki sjálft pening heldur í gegnum milliliði eins og Datacell. Hægt er að sjá hérna söfnun og eyðslu hjá einum þessara milliliða http://wauland.de/files/2011_Transparenzbericht-Projekt04_en.pdf
En ég spyr líka, afhverju skiptir það máli hverjir styðja wikileaks, finnst þér wikileaks ógna öryggi okkar á einhvern hátt?
Værum við ekki betur sett í dag ef einhver hefði getað lekið gögnum frá bönkunum á milli 2004-2007 sem sýndi fram á misnotkunina og meint lögbrot sem áttu sér stað þar?
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 19:45
Takk fyrir upplýsingarnar Elfar.
Já, það skiptir vissulega máli að vita hverjir styðja Wikileaks. Þegar svona miklir peningar eru annars vegar þá skiptir uppruni þeirra miklu máli. Wikileaks hefur mikil áhrif og þeir höndla upplýsingar sem geta varðað líf og dauða, t.d. Manning upplýsingarnar. Í þannig tilfellum er mikilvægt að vita hver skaffar féð.
Getur hugsast að sumar upplýsinganna séu ekki birtar opinberlega heldur sé hluti þeirra seldur þeim sem vilja kaupa, jafnvel hæstbjóðanda eða bara öllum áhugasömum? Hver lítur eftir því að slíkt eigi sér ekki stað?
Finnst mér Wikileaks ógna öryggi okkar á einhvern hátt? Já vissulega ógnar tilvera þeirra okkar öryggi því þú sérð hvað bíður svikaranna: Þeir verða heimsfrægir á einni nóttu, þeir geta eignast fullt af peningum ef þeir halda rétt á spilunum, likt og Snowden ætlar að gera og þeir eru vegsamaðir sem hetjur lýðréttindabaráttu. Þessi sviðsmynd freistar örugglega margra. Þeir sem geta goldið fyrir þetta, hugsanlega með lífinu, eru heiðarlegir og tryggir menn sem vinna vanþakklát og gjarnan leynileg störf sem þeir þurfa jafnvel að leyna fyrir fjölskyldum sínum.
Ég vil geta sofið tryggur á næsturnar, ég vil geta gengið um götur án þess að lenda í skotlínu glæpamanna. Ég vil geta farið á fjölfarna staði án þess að óttast að vera sprengdur í loft upp eða drepinn af öfgamönnum. Allt þetta tökum við sem sjálfsagða hluti en þeir eru vissulega langt frá því að vera sjálfsagðir. Það er m.a. upplýsingasöfnun og vernd stjórnvalda í Bandaríkjunum og öðrum Vestrænum ríkjum sem gerir þetta öryggi mögulegt.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.7.2013 kl. 20:20
Takk fyrir innlitið Grímur. Ég bið þig að afsaka en ég næ ekki alveg þræðinum í innlegginu þínu.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.7.2013 kl. 20:34
Afhverju teluru að þessi gagnaöflun geri þig öruggari?
Þú ert að gefa þér nokkrar forsendur
1) Að það eru einhverjir sem vilja skaða okkur (Gef þér það reyndar :) ).
2) Að gagnasöfnun NSA og annara er að bera árangur.
3) Að þeir mundu láta okkur vita ef ógn við Ísland kæmi í ljós.
4) Að þeir eru ekki að nota upplýsingarnar á móti okkur í viðskiptum eða milliríkja samningum.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 21:41
"Getur hugsast að sumar upplýsinganna séu ekki birtar opinberlega heldur sé hluti þeirra seldur þeim sem vilja kaupa, jafnvel hæstbjóðanda eða bara öllum áhugasömum? Hver lítur eftir því að slíkt eigi sér ekki stað?"
Wikileaks hefur alltaf gert sínar uppgötvanir ljósar gegum stór dagblöð.
Það er í þeirra and. Þeir eru ekki að vinna fyrir "einhvern"
Allt sem komið hefur frá þeim er sent til dagblaða.
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 23:43
Vegna upplýsinga skorts eru hryðjuverk framin. Vegna upplýsinga skorts og sauðsháttar Evrópskra stjórnmála manna þá hófst seinni heimstyrjöldin með hryðjuverkum Þýskra hermanna.
Bandaríkja menn hafa í tvígang komið til að bjarga Evrópu frá sjálfri sér. Það er ekkert skrítið þó að Bandaríkjamenn afli sér upplýsinga.
Þessi Snowden er njósnari og ljóslega vilja einhverjir borga fyrir upplýsingarnar. Njósnir Wikileks virðast helst beinast að Bandaríkjunum þó að vita sé að Rússar og fleiri, en þó sérstaklega Kínverjar haldi úti mjög öflugri njósnastarfsemi.
En það skemmtilega við Snowden þennan að hann er svo upptekin af sjálfum sér að hann þurfti að upplýsa að það hafi verið hann en ekki annar sem fann tilteknar upplýsingar, sérkenilegur spæjari það. En af hverju var hann í Kína og af hverju er hann í Rússlandi?
Hrólfur Þ Hraundal, 10.7.2013 kl. 00:17
Elfar svörin við forsendunum/spurningunum eru:
1. Já, bæði beint og óbeint.
2. Það er mjög líklegt.
3. Hugsanlega, það fer þó eftir því hvernig slíkt myndi skarast við þeirra hagsmuni.
4. Þeir nota upplýsingarnar að sjálfsögðu í þágu sinna hagsmuna.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.7.2013 kl. 06:40
Birgir, takk fyrir innlitið.
Viltu vera tekinn trúanlegur á orðinu með þessar fullyrðingar?
Hvernig getur þú gengið þannig í ábyrgð fyrir þessi samtök? Tengist þú þeim á einhvern hátt, þekkirðu lykilpersónurnar eða varstu með þeim á mikilvægum fundum þegar ákvarðanir um þessi mál voru tekin? Eða treystirðu Assange & Co 100% og öllu sem frá þeim kemur?
Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.7.2013 kl. 06:44
Takk fyrir innlitið Hrólfur.
Þetta er góð athugasemd og lokaorðin eru mjög skarplega athuguð. Snjómaðurinn gæti augljóslega ekki haldið til í Rússlandi nema með leyfi og í skjóli þarlendra yfirvalda.
Þetta með veruna á flugvellinum er frekar lélegt yfirklór en sagan selst samt nokkuð vel og margir gleypa hana hráa. Vitaskuld hefur Pútín ætlað að hýsa hann en snúist hugur eftir að hann fékk ákveðin skilaboð.
Þau skilaboð gætu t.d. verið nýlegar fréttir af rússnesku njósnarapari sem var afhjúpað í Þýskalandi og Pútín gekk sjálfur í að fá leyst úr haldi. Í njósnaheiminum er líklega ekki mikið um tilviljanir og það er varla tilviljun að afskiptum Pútíns af því máli sé haldið á lofti núna.
Við getum samt gert ráð fyrir að þessi afhjúpun hafi ekki verið útspil mannspila. Mannspilum og ásum hefði þá aðeins verið spilað ef Pútín hefði veitt hælið.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.7.2013 kl. 06:53
Alveg sammála þér Ragnar. Gott að vita hvaðan þessir peningar koma? Þeir sem vilja afhjúpa aðra en vera sjálfir í felum gengur ekki upp þá er einhver maðkur í mysunni. Ef þessir aðilar þola ekki sviðsljósir eru þetta þá ekki skrímsli í formi lýðræðis.
Ómar Gíslason, 10.7.2013 kl. 08:51
Tek undir með Ómari
gamalt máltæki segir:
Segðu öllum hvað þú ert góður
Vertu bara viss um að hafa sýnt það fyrst
sæmundur (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 09:16
Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar Ómar og Sæmundur.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.7.2013 kl. 11:04
Hef ekki tíma til að skoða allt hér, en góður er pistillinn og svör þín, Ragnar, t.d. þarna fyrst til AFB og Elfars.
Til viðbótar við gott innlegg Hrólfs: Bandaríkjamenn hafa í þrígang komið til að bjarga Evrópu frá sjálfri sér, í báðum heimsstyrjöldunum og í kalda stríðinu.
Jón Valur Jensson, 10.7.2013 kl. 23:37
Þú ert fífl, Ragnar. Og sækjast sér um líkir.
Rakaðu af þér yfirvaraskeggið.
bugur (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 01:06
Heill og sæll Jón Valur og takk fyrir innlitið.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 11.7.2013 kl. 07:28
Bugur.
Láttu ekki dómhörkuna og stjórnlyndið hlaupa með þig í gönur. Persónuárásir og dónaskapur hjálpa ekki málstað þínum, hver svo sem hann er.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 11.7.2013 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.