Föstudagur, 5.7.2013
Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli
Það er óhyggilegt að veita Snowden hæli því ljóst er af viðbrögðum Rússa og Evrópuríkja að þeim langar ekki í kaldastríðsleik við Bandaríkjamenn. Líklegt er að leyniþjónustur þeirra sitji við nákvæmlega sömu iðju og þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna.
Hinar svonefndu uppljóstranir Snowden eru ekkifréttir og þessi stormur sem hefur orðið út af þeim á Evrópuþinginu er pólistískt látbragðsleikrit. Vandlæting íslensku þingmanna er lítið annað en endurómur úr Evrópu en þingmenn Evrópuþingsins ætla greinilega að slá pólitískar keilur á málinu og það margar. Okkar menn ættu frekar að verja tíma sínum til að leysa aðkallandi vandamál þessarar þjóðar frekar en ætla að hreinsa rusl úr annarra þjóða görðum á opinberum launum.
Það vita það allir sem vilja vita að grunnnet Internetsins hefur ekki ósvipaðan öryggisstuðul og sveitasíminn gamli. Það eru það margir aðilar sem hafa aðstöðu til að hlera umferð um helstu hnútpunkta netsins í hverju landi. Þeir sem vilja ekki láta hlera samskipti sín dulrita sín samskipti, flóknara er það ekki. Uppsetning hlerunartækja hjá ákveðnum aðilum hefur verið staðalviðbrögð í upplýsingasöfnun stjórnvalda margra ríkja á að giska síðastliðin 75 ár eða svo. Sjá þessa færslu.
Eða af hverju halda menn að Pútín hafi skyndilega snúist í málinu eins og vindhani sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið? Af hverju skelltu Frakkar og fleiri lofthelgi sinni jafn skyndilega í lás og uppseld pylsusjoppa? Þeim hefur einfaldlega verið sagt að ef þeir hjálpuðu ekki til þá yrði lokað á þeirra fólk líka og kalt stríð er eitthvað sem enginn hefur áhuga á núna.
Snowden verði íslenskur ríkisborgari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Ragnar; æfinlega !
Í ljósi yfirgangs; sem Heimsvaldastefnu Bandaríkjamanna, þarf okkur ekki að undra, þó að Eðvarð Snjóugi (Snowden) kappkosti, að sækja sér dvalarstað annarrs stðar, en þar heima fyrir - verandi búinn, að fletta ofan af margvíslegum hryðjuverkum Washington stjórnarinnar, og auka samsteypu hennar : Pentagon/NATÓ/og líklega ESB á næstunni, skilst mér, að hugur hans standi til jafnvel, svo sem.
Hins vegar; finnst mér það vorkunnarmál mikið, að Eðvarð, líkt mörgum annarra útlendinga, skuli ígrunda, ef þá satt er, umsókn um hælisvist hérlendis, í landi; sem komið er langt niður fyrir bananalýðveldi Mið- Ameríku, sem og Zimbabwe og Búrma, fornvinur góður, siðferðislega.
Vonum Ragnar minn; að Snowden beri gæfu til, að öðlazt friðhelgi í betri plássum en Íslandi, fyrir gengdarlausum ofsóknum Obama hyskisins, sem er jú; bein framlenging Bush yngra tímabilsins, eins og kunnugt er.
Með beztu kveðjum; til þín og þinna - austur yfir fljót /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.7.2013 kl. 20:32
Já Ragnar, sennilega er óhyggilegt að hafa samvisku, tala nú ekki um að fara eftir henni.
hilmar jónsson, 5.7.2013 kl. 21:08
Heill og sæll Óskar vinur og takk fyrir innlitið. Já persónulega þá finnur maður auðvitað til með Snowden en hann virðist hafa hafnað í aðstæðum sem hafa komið honum í algerlega opna skjöldu.
Það eru nokkur atriði í sögu hans sem minna mjög á á kvikmyndina "The falcon and the Snowman" og er Snowman heitið óneitanlega líkt nafninu Snowden þó að í kvikmyndinni sé "The Falcon" sá sem hafnaði í aðstæðum líkum þeim sem Snowden virðist hafa hafnað í.
Í rauninni er lítið annað hægt að gera en senda Snowden, Birgittu, Ögmundi og meðflutningsmönnunum að hælistillögunni okkar hlýjustu hugsanir með þessu frábæra lagi með tónlistarmanninum Míka: "Say goodbye to the world you thought you lived in" með góðum óskum um að raunveruleikasjokkið verði ekki of mikið, að þau hætti afskiptum af innanríkismálum annarra ríkja og hætti einnig að selja þjóðinni einfeldningsstjórmál á hennar kostnað.
Með beztu kveðjum til þín og þinna Óskar - vestur yfir fljót.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 5.7.2013 kl. 21:18
Sæll Hilmar og takk fyrir innlitið.
Auðvitað er gott að hafa góða samvisku og að breyta eftir henni, en ef menn takast á hendur mikilvæg trúnaðarstörf fyrir sitt þjóðríki sem samrýmast ekki samvisku þeirra þá eiga menn að standa við þau loforð sem þeir gefa og hætta störfum með sæmd en ekki láta samviskuna leiða sig út í svikastarfsemi. Það eru ótal leiðir fyrir þetta fólk að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Sama má segja um Bradley Manning. Hann á vitaskuld fullan rétt á sínum skoðunum líkt og Snowden en hann hefði átt að koma þeim á framfæri innan þess ramma sem hann starfaði.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 5.7.2013 kl. 21:22
Ef menn takast á hendur mikilvæg trúnaðastörf fyrir sitt þjóðríki og verða þess áskynja að þar sé pottur brotinn hvað lýðræði og persónufrelsi varðar, er þá ekki eðlilegasta mál að þei ruppljóstri um það ? Við erum ju að tala um njósnir á almennum borgurum.
Og nota bene, er ekki eðlilegt að við sem viljum láta líta á okkur sem lýðræðis þjóðfélags tökum á móti þannig manni og veitum skjól ?
Eða er lýðræðið aðeins í nösunum á okkur og til skreytingar þegar þannig á við ?
hilmar jónsson, 5.7.2013 kl. 21:30
Sæll Hilmar.
Uppljóstranir eru ekki eðlilegasta mál. Þær geta flokkast undir föðurlandssvik og geta kostað fjölda fólks lífið. Það er fráleitt að ætla að gera land okkar að hæli fyrir hvern þann mann sem ákveður að gerast föðurlandssvikari og flakkar um heiminn með réttvísina á hælunum.
Lýðræðið hefur hingað til verið afar dýru verði keypt og þannig mun það verða áfram. Það verð verður ekki greitt með uppljóstrunum og svikum heldur með trúnaði og hollustu ásamt gagnrýni á þeim stöðum og með þeim löglegu leiðum sem fólki í þjónustu almennings stendur til boða.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 5.7.2013 kl. 22:29
Góð grein hjá þér, Ragnar.
Jón Valur Jensson, 5.7.2013 kl. 23:11
Er það föðurlandssvik að þínu mati ef einstaklingur kemur upp um grófa misnotkun á vald innan síns föðurlands ?
hilmar jónsson, 5.7.2013 kl. 23:59
Takk fyrir innlitið Jón Valur og góð orð.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 6.7.2013 kl. 06:52
Sæll Hilmar.
Þetta með misnotkunina höfum við bara orð Snowden fyrir. Eigum við að taka sakamenn á flótta undan réttvísi heimalanda sinna á orðinu? Hvað er einfeldningsháttur ef ekki það?
Ég verð að segja það að mér finnst framtíðarsýn Pírata og Wikileaks ömurleg hvað varðar okkar land. Það er nánast eins og þeir vilji gera Ísland að sakamannanýlendu heimsins fyrir uppljóstrara, föðurlandssvikara og mannhatara af ýmsu tagi.
Já ég segi og skrifa mannhatara, þeir eru nú þegar byrjaðir að koma og kynna sér aðstæður. Það var viðtal við einn í Fréttablaðinu um daginn sem kom hér gagngert vegna hrifningar sinnar á hugmyndum Birgittu um alfrjálsa tjáningu. Sá var rasisti og í viðtalinu kom glöggt fram fyrirlitining hans á blöndun kynstofna.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 6.7.2013 kl. 06:59
Mög góð grein hjá þér Ragnar. Er eitthvað sem veldur því að menn vilja gera Ísland að athvarfi fyrir njósnara og aðra glæamenn?????
Jóhann Elíasson, 6.7.2013 kl. 08:59
Sæll Jóhann og takk fyrir innlitið.
Ekki veit ég það, en ég man ekki betur en Wikileaks væri að senda Valitor 9 milljarða kröfu á dögunum. Sjá hér: http://www.ruv.is/frett/krefja-valitor-um-niu-milljarda
Fyrir 9 milljarða væri ég til í að vera í stofufangelsi í sendiráði hvaða ríkis sem væri og þylja Gunnarshólma á dulmáli bæði afturábak og áfram og halda því fram að hann væru leynileg skilaboð.
Yfirleitt eru peningar í spilinu þegar njósnir eru annars vegar og hugsanlega er Snowden ekki undantekning þar, eða Assange? Hafa menn annars ekki leitt hugann að því hvaðan þessir peningar koma? Heldur fólk kannski að þessir peningar komi frá almenningi í Bandaríkjumum? Það má reyna að segja mér það en ég lofa ekki að trúa.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 6.7.2013 kl. 09:27
Upphaflega SELDI Snowden gögnin fyrir væna upphæð til Guardian.......
Jóhann Elíasson, 6.7.2013 kl. 09:57
Já, þessi atburðarás gæti verið formúluuppskrift að svefnherbergis-njósnasögu. Við erum með dágóðan sjóð, opinberan starfsmann sem býr yfir leyndarmálum og er tilbúinn til að selja ömmu sína fyrir rétt verð, nokkra nytsama sakleysingja og stjórnmálamenn sem fiska í gruggugu vatni eftir atkvæðum. Nú gæti gifting verið inni í myndinni. Gleymi ég einhverju?
Ragnar Geir Brynjólfsson, 6.7.2013 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.