Miðvikudagur, 27.3.2013
Ríkisstjórnin færir vogunarsjóðum Ísland korteri fyrir kosningar
Þetta kemur fram á heimasíðu Sigurðar Inga Jóhannssonar:
Samkvæmt fréttum eru vogunarsjóðirnir að koma gróða sínum í skjól í boði Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna og Landsbankans. Lífeyrisjóða landsmanna og heimila þeirra. Heimilin verða skilin eftir með stökkbreytt lán og atvinnulíf í lamasessi. Hver hefði trúað því að ríkisstjórn á sínum síðustu dögum, sama stjórn og samdi gjaldþrot yfir þjóðina í Icesave málinu, sé að vinna að því að færa skuldsettan gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar til hrægammasjóðanna.
Sjá nánar hér: http://sigurduringi.is/barattan-um-island/
og á þessum tengli má sjá frétt um málið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessu er trúandi á frá-farandi ríkisstjórn,hún hefur nú ekki sýnt neina sérstaka þjóðhollustu hingað til og er eins og sigraðir herir gera jafnan,að eyðileggja öll verðmæti á flóttanum. Ef þetta kallar ekki á eftirmála,þá erum við ekki í stakk búin til að reka sjálfstætt ríki.
Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2013 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.