Fimmtudagur, 7.3.2013
Skotvopn á ekki að geyma á heimilum
Þetta er eitt dæmið enn sem styður það sjónarmið. Sjá þennan pistil hér: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1274969/
Hótaði nágranna með skotvopni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Heilbrigðismál
- Lífstíll
- Ljóð
- Ljóð eftir Brynjólf Guðmundsson
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Ríkisútvarpið
- Samfélagsmál í Árborg
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skólamál
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Uppáhaldslög
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þjóðtrúin
Bloggvinir
- Benedikt Helgason
- Lýður Pálsson
- Jón Valur Jensson
- Bjarni Harðarson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Lára Stefánsdóttir
- Jón Lárusson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Þorsteinn Sverrisson
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðmundur Pálsson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Eiríkur Harðarson
- Bjarni Jónsson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Kolbeinn Karl Kristinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Jeremía
- Soffía Sigurðardóttir
- Jón Ríkharðsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Þórhildur Daðadóttir
- Bókakaffið á Selfossi
- Sigurbjörn Svavarsson
- Þórhallur Heimisson
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 60
- Sl. sólarhring: 179
- Sl. viku: 612
- Frá upphafi: 69430
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 469
- Gestir í dag: 52
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ragnar, nú er ég einn af þessum byssueigendum sem að þú treystir ekki fyrir húshorn, takk fyrir það. Allur þinn málatilbúningur er greinilega sprottinn af vanþekkingu og öfgaskoðunum. Lestu nú vopnalögin og kynntu þér málin áður en þú ferð að gjamma út í loftið þar sem að þetta hljómar eins og Lúkasar málið fræga, ekkert nema ágiskanir og jafnvel lygi.
"Þetta tímabil sem ég er að tala um þegar eftirliti var ekki sinnt með byssu var frá 1983-2008. Einstaklingurinn var með uppáskrifað skírteini frá byrjun gefið út af sýslumannsembætti hérlendu. " Vitnað í þig af fyrri þræði. Merkilegt miðað við það að núverandi lög eru síðan 1998 og voru önnur álíka í gangi áður.
" Skotvopnaleyfi skal vera skriflegt. Í því skal tilgreina nafn, kennitölu og heimilisfang leyfishafa. Þar skal vera nýleg ljósmynd af leyfishafa. Einnig skal tilgreina nákvæmlega hvers konar skotvopn leyfishafa er heimilt að nota. Í skotvopnaleyfi skal skrá öll skotvopn í eigu leyfishafa, gerð þeirra, lástegund, hlaupvídd, hámarksfjölda skota og eintaksnúmer framleiðanda. Lögreglustjóra er heimilt að setja sérstök skilyrði fyrir leyfi telji hann þess þörf.
Skotvopnaleyfi skal ekki gefið út til lengri tíma en tíu ára í senn og til skemmri tíma ef ástæða þykir til. Við endurnýjun skotvopnaleyfis er lögreglustjóra heimilt að kanna hæfni leyfishafa ef sérstök ástæða þykir til."
Þetta dæmi þitt er nefnilega mjög ótrúverðugt svo ekki sé meira sagt. Hvað varðar það að geyma byssur í einhverjum vopnabúrum þá er það eins og að heimta það að karlmenn séu læstir inni á einhverjum hælum á nóttunni þar sem að einhverjir af þeim gætu nauðgað konum!!! Ég er bóndi og þarf að nota kindabyssu til þess að aflífa veika eða slasaða rollu, riffil eða haglabyssu til þess að skjóta ref eða mink sem hingað kemur og veldur usla. Hvað á ég að gera? keyra 100-200 kílómetra til þess að ná í byssuna?? og láta dýrið kveljast á meðan eða dunda sér við það að drepa dýr á bænum(þ.e. refur/minkur) Þetta nær ekki nokkurri átt þessi vitleysa. Ofsa og öfgatrúarfólk veldur oftast meiri skaða en hinir "slæmu"
Þorkell (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 14:12
Ég tel þetta frekar áfengisvandamál en byssuvandamál.
Það eru á hverju heimili hnífar nægilega öflugir til þess að drepa mann. Reyndar eru hnífar mun oftar notaðir á Íslandi en skotvopn.
Við getum ekki bara fjarlægt alla hluti sem hægt er að nota til þess að meiða eða drepa fólk, við þurfum að taka ábyrgð á sjálfum okkur og samfélagið þarf að takast á við það vandamál sem fylgir áfengis og vímuefnaneyslu.
Heimir Hilmarsson, 7.3.2013 kl. 16:01
Kannski að bæta því við að um helmingur þeirra sem deyja í umferðarslysum á Íslandi deyja af völdum vímuefnaneyslu þess sem olli slysinu.
Jafnvel þó við myndum skylda alla til þess að geyma bíla sína í læstum bílaskápum þá myndi það ekki breyta þessari staðreynd.
Við gætum reynt að banna bílaeign en einfaldara væri að herða eftirlit og refsingar og skilvirkni refsinga við vímuefnaakstri.
Ef þeir sem teknir eru fara samdægurs í fangelsi og eru þar í hálfan mánuð, þá myndi draga úr vímuefnaakstri.
Ef þeir sem meðhöndla skotvopn undir áhrifum eru settir í fangelsi samdægurs, þá drægi það úr líkum á svona uppákomum.
Alger óþarfi að láta þá sem aldrei smakka áfengi gangast undir sérstakt eftirlit vegna vímuefnaneyslu annarra.
Heimir Hilmarsson, 7.3.2013 kl. 16:10
Og þú geymir eldhúshnífana þína hvar Ragnar? :)
Hefur ekkert með byssur að gera, heldur algert dómgreindarleysi þessa manns... og greinilega ástands hans. Hann hefði alveg eins getað hótað nágranna sínum með ágætis kokkahnífi... byssan verður bókað tekin af honum, en hann gæti samt keypt sér eins marga hnífa og hann vildi ef hann hefði hótað með slíku vopni.... Byssan en alveg nákvæmlega jafn hættulítil og hnífurinn, það er bara hugurinn sem ber vopnið sem er hættulegt og þannig stendur það.
ViceRoy, 7.3.2013 kl. 18:51
Þorkell, aðalatriði málsins hér er frétt af manni sem hótaði nágranna sínum með skotvopni. Dæmið sem þú vitnar í af hinum þræðinum er um slakt eftirlit með vopni, en fréttin rennir stoðum undir þá skoðun að jafnvel öflugt vopnaeftirlit er gagnslaust ef eigandi vopns fer hamförum í stundarbrjálæði.
Ég er þrátt fyrir allt hlynntur því að bændur og þeir sem þurfa á skotvopnum að halda vegna atvinnuhagsmuna eins og þú nefnir eigi að fá að geyma vopn heima hjá sér. Dæmið um manninn fyrir austan sem skaut hvítabjörn hjá fjárhúsunum sýnir það. Vopnin eru þeim nauðsynleg til að halda frá vargi. Sýslumenn gætu sem best gefið út slíkar undanþágur.
Málið er bara það að mest af þeim skotvopnum sem geymd eru á heimilum eru flest að líkindum vegna sportveiði eða söfnunaráhuga.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 7.3.2013 kl. 21:34
Heimir, takk fyrir innlitið og málefnalegt innlegg. Jú vissulega þyrfti að skoða refsingar við svona uppákomum, en málið er að þó að þessi atvik hafi ekki endað með ósköpum hingað til þá bera þau það með sér að geta farið illa.
En því miður er það líka svo að vopnum er stolið úr byssuskápum hinna grandvöru og vímuefnalausu. Nægir þar að nefna það að nýlega komst t.d. hættulegur strokufangi yfir riffil.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 7.3.2013 kl. 21:44
ViceRoy, takk fyrir innlitið og innleggið. Já, rétt er það hugurinn er sá sami hvert sem vopnið er, en ég er enn ósammála þessari samlíkingu milli skotvopna og hnífa. Nýlegt dæmi um það að skotið var inn í hús á Eyrarbakka staðfestir það. Fyrir ekki svo löngu var Íslendingur í Danmörku einmitt dæmdur fyrir akkúrat það, þ.e. að skjóta inn í hús og drepa manneskju. Ég tel að það sé mun erfiðara að framkvæma slíkt voðaverk með hnífi en skotvopni.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 7.3.2013 kl. 21:48
Ég verð að fá að spyrja, hvert vilt þú fá allar byssur landsins? Reyndar varst þú búinn að svara því að þú vildir að björgunarsveitirnar(m.a.) myndu geyma þetta. Hryllir þig ekki við tilhugsunina að hafa yfir 100.000 byssur á einum og sama staðnum? Og hvað ef sá staður verður svo rændur af glæpagengi á borð við Hels Angels eða Íslömskum öfgamönnum sem ætla að fara að fremja hryðjuverk, ætlar þú þá að segja úps eða?
Ef þú ert Ragnar hlynntur því að bændur, meindýraeyðir og aðrir sem þurfa á vopnunum að halda fái að hafa þau, hvað myndir þú þá segja um þá sem stunda Íþróttaskotfimi? Eða Veiði? Það er bara staðreynd að ef það er ekki í gangi eitthvað veiðitímabil, þá eru veiðimenn margir hverjir að stunda æfingar.
Svo er náttúrulega spurning hvernig þú vilt taka á hættulegasta vopni íslands og því næst hættulegasta?
Brynjar Þór Guðmundsson, 8.3.2013 kl. 06:35
Takk fyrir innlitið Brynjar. Af hverju ætti að geyma vopnin á sama staðnum? Ég sé ekki nauðsyn þess. Aðalatriðið er að þau séu í öruggari geymslum og stöðum en heimilin geta boðið upp á. Um nánara fyrirkomulag þeirra mála er annarra að finna út. Hvað með t.d. samtök hagsmunaaðila, af hverju heyrist ekkert frá þeim? Stendur þeim á sama um öll þessi misnotkunaratvik? Af hverju hafa þeir ekki forystu um úrbætur í þessum málum og koma með tillögur og ábendingar?
Þeir stendur einmitt frekar upp á þá sem stunda íþróttaskotfimi eða veiði að hafa forgöngu um að laga ástand þessara mála. Þá ættu þeir að geta stundað sport sitt með góðri samvisku en ekki hugsanlegu samviskubiti yfir því að einhverjir líði fyrir skemmtan og lífsfyllingu þeirra.
Meira síðar ...
Ragnar Geir Brynjólfsson, 8.3.2013 kl. 20:27
Áframh. svar til Brynjars. Varðandi umferðaröyggið, hvað vil ég gera í því?
Það hefur komið fram á blogginu mínu hér: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1179937/ . Þ.e. ég kysi helst að Innanríkisráðherra væri duglegri að fara að tillögum Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Hann gæti t.d. byrjað á því að lækka hámarskhraða á Suðurlandsvegi milli Hveragerði og Selfoss í 70 eins og RNU lagði til fyrir nokkru.
Meira síðar ...
Ragnar Geir Brynjólfsson, 8.3.2013 kl. 20:52
Brynjar tenglarnir "Næst" og "hættulegasta" hjá þér vísa á fréttir af árásum sem gætu hafa verið framdar með bit eða stunguvopnum. Vopn af því tagi eru bönnuð hér skv. 30. gr. vopnalaga.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 8.3.2013 kl. 23:17
Sæll Ragnar, "þér vísa á fréttir af árásum sem gætu hafa verið framdar með bit eða stunguvopnum" Þau vopn sem ég benti á eru bæði lögleg hér á Íslandi, Ragnar, steikarhnífar eru löglegir hér á Íslandi líka þannig að þú hefðir allt eins getað sleppt síðustu færslunni.
"Hann gæti t.d. byrjað á því að lækka hámarskhraða á Suðurlandsvegi milli Hveragerði og Selfoss í 70 eins og RNU lagði til fyrir nokkru." þú ert komin út fyrir umræðurnar um vopn, en það er spurning hvort að lækka hámarkshraðan muni fækka eða fjölga umferðaróhöppum sem eru jafn fjölfarnir eins og umræddur vegur, lægri hraði þíðir að færri bílar komast sem þýðir að þeir aka þéttar auk þess sem það getur stressað hina ýmsu ökumenn. Breytir ekki þeirri staðreynd að bíllinn er hættulegasta vopnið,með mestu drápsgetuna, langdrægast og fæstir taka nokkuð eftir því.
"Af hverju ætti að geyma vopnin á sama staðnum? Ég sé ekki nauðsyn þess." Fyrsta svar "Kannski gætu öryggisfyrirtækin boðið upp á aðstöðu fyrir svona vistun eða björgunarsveitirnar". Auk þess er fyrirsögn á tveim færslum "skotvopn á ekki að geyma á heimilum", m.ö.o. það á að safna öllum byssum landsins saman í risa skotmörk fyrir glæpamenn og auðveldar þeim að ná í mikið magn af byssum með einni ránsferð. Því spyr ég þig aftur, hvað ætlar þú að segja um það hvað þú ætlar að segja þegar það gerist, úps?
"Um nánara fyrirkomulag þeirra mála er annarra að finna út. Hvað með t.d. samtök hagsmunaaðila, af hverju heyrist ekkert frá þeim?" Hvaða hagsmunasamtök ertu að tala um?
"Stendur þeim á sama um öll þessi misnotkunaratvik? Af hverju hafa þeir ekki forystu um úrbætur í þessum málum og koma með tillögur og ábendingar?" Hvað um alla þá misnotkun sem á sér stað með hnífa og bíla, ölvunarakstur,hraðakstur og undir áhrifum lyfja/eiturlyfja? Eða allar þær árásir sem gerðar eru með hnífum, þær skipta hundruðum, eitt skal yfir alla ganga
"Þeir stendur einmitt frekar upp á þá sem stunda íþróttaskotfimi eða veiði að hafa forgöngu um að laga ástand þessara mála." Flest afbrot með byssur eru framin af fólki sem ekki hefur skotvopnaleyfi og er með "svarta/r byssu/r", ekki er verið að vísa í litinn á vopninu heldur er "svört byssa" byssa sem er hér á landi sem ólögleg, óskráð, vitlaust skráð eða eitthvað í þá átt. Fréttin sem þú vísar td, var um að ræða útlending sem ekki er með leifi og var ekki með eiginlegt skotvopn heldur pinna byssu sem ætluð er til að slátra svínum en þá kemur fram pinni sem er á gorm.
"...en ekki hugsanlegu samviskubiti yfir því að einhverjir líði fyrir skemmtan og lífsfyllingu þeirra" Þeir einu sem "líður"fyrir þetta áhugamál er það fólk sem lætur byssur fara fyrir brjóst sér samanborið við þetta hér
Brynjar Þór Guðmundsson, 9.3.2013 kl. 08:14
Brynjar, fyrsta spurning, "hvað ætla ég að segja ef ..." mitt svar: Ef einhver hefur minnstu ástæðu til að óttast að glæpasamtök hertaki vopnageymslur þá þarf að gera eitthvað mjög róttækt í öryggismálum. Slíkur ótti á ekki að vera til staðar í okkar samfélagi. Það er hlutverk stjórnvalda að uppræta ástæður þess ótta ef nokkur maður ber hann fyrir brjósti.
Önnur spurning, hvaða hagsmunasamtök er ég að tala um? Nú t.d. Skotvís. Þeir eru með ráðstefnu 21. mars nk. og skv. dagskránni eru öryggismál ekki á blaði hjá þeim.
Ég held að við verðum að taka smá raunveruleikatékk hérna Brynjar. Umræðan sprettur út frá því að maður í uppsveitum Árnessýslu hótaði nágranna sínum lífláti með skotvopni, ekki með bíl, ekki með hnífi heldur skotvopni. Það kemur fram í fréttinni. Það er líka ekkert sem bendir til að vopnið hafi verið óskráð, þ.e. "svört byssa".
Afleiðingin var útkall sérsveitar og þess háttar útkall, sem ekki er hið fyrsta sinnar tegundar vegna atvika af þessu tagi, er samfélaginu mjög dýrt í peningum talið.
Fyrir ekki svo löngu síðan komst hættulegur strokufangi yfir skotvopn sem var vistað í sumarbústað. Í öðru tilfelli var brotist inn í hús á Suðurlandi og þaðan stolið úr vopnageymslu öflugum veiðirifflum. Ennfremur er ekki svo langt síðan sérsveitin var kölluð á annan stað hér á Suðurlandi vegna ölvaðs vopnaeiganda.
Þetta er því miður raunveruleikinn Brynjar. Heimilin eru ekki nægilega öruggar geymslur fyrir vopnin og ef einhverjir ættu að hafa forgöngu um að laga þau mál þá eru það vopnaeigendurnir sjálfir. Þeir vita mæta vel hvað hægt er að gera með þessum áhöldum sínum og núorðið finnst mér þögn þeirra vera orðin nokkuð þrúgandi.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.3.2013 kl. 17:29
Sæll Ragnar, "Ef einhver hefur minnstu ástæðu til að óttast að glæpasamtök hertaki vopnageymslur þá þarf að gera eitthvað mjög róttækt í öryggismálum. " vinurinn Mér þykir leitt að segja þér það en það er full ástæða til að vera að hafa áhyggjur af glæpagengjum sem eru að reyna að komast yfir vopn, einnig ef gera má ráð fyrir að Ísland sé 10-15 árum á eftir hinum Skandinavíulöndunum þá þurfum við fljótlega að hafa áhyggjur af því að öfgasinnaðir múslímar safni að sé vopnum. Þær hugmyndir sem þú hefur viðrað hér eru aðeins til þess fallnar að búa til vandamál og kostnað svo ekki sé talað um meiri hættu.
"Ég held að við verðum að taka smá raunveruleikatékk hérna Brynjar. Umræðan sprettur út frá því að maður í uppsveitum Árnessýslu hótaði nágranna sínum lífláti með skotvopni," Vinurinn, ég held að þú ættir að fylgjast aðeins betur með, það kom fram í fréttum bylgunar á föstudagsmorgninum að ekki hafi verið um að ræða kúluvopn né skotvopn heldur var um að ræða hótun, maðurinn var með svo kallaða pinnabyssu sem er rör með gorm og þrýstipinna sem skíst 2 mm(3gr c vopnalagana" c. vopn og tæki sem eingöngu eru notuð við aflífun dýra í löggiltum sláturhúsum,Ákvæði laganna gilda ekki um eftirgreind tæki og efni, en ráðherra getur sett um þau sérstakar reglur:" . Einnig var viðkomandi ekki með skotvopnaréttindi og ekki íslendingur heldur. Þínar hugmyndir hefðu ekki komið í veg fyrir neitt.
"Afleiðingin var útkall sérsveitar og þess háttar útkall" Reyndar er sérsveitin að vinna almennt þannig að hvert útkall kostar ekkert meira en annars þar sem sérsveitin í umferðastjórnun meðal annars og í ljósi þess að glæpasamtök hafa náð hér fótfestu þá þurfum við verðum við að halda úti sérsveit.
"Fyrir ekki svo löngu síðan komst hættulegur strokufangi yfir skotvopn sem var vistað í sumarbústað."Það stendur skýrt vopnalögunum "23. gr. Eigandi eða vörsluaðili skotvopns og skotfæra skal ábyrgjast vörslu þeirra með þeim hætti að óviðkomandi aðili nái ekki til þeirra." Þess má geta að búið er að taka á því máli lögum samkvæmt.
"Þetta er því miður raunveruleikinn Brynjar. Heimilin eru ekki nægilega öruggar geymslur fyrir vopnin og ef einhverjir ættu að hafa forgöngu um að laga þau mál þá eru það vopnaeigendurnir sjálfir. Þeir vita mæta vel hvað hægt er að gera með þessum áhöldum sínum og núorðið finnst mér þögn þeirra vera orðin nokkuð þrúgandi. " Ég er ekkert sérstaklega hljóður og ekki þeir sem á undan mér hafa talað, hvorki í þessari færslu né hinni. Það sem þú ert að tala fyrir er ímyndað vandamál sem ekki er stoð fyrir í raunveruleikanum. Þau tvö morð sem framin hafa með skotvopni frá 2000 voru bæði með "svörum byssum". Annað var á selfossi, gamall maður fær ekki skammbyssu skráða á sig og meimir á földum stað í húsinu, þegar hann deyr veit enginn af vopninu og húsið er selt, drengur finnur vopnið og fer út að leika með það og verður jafnaldra sínum að bana. Ef sambærileg vopnalöggiltu hér hefði þetta ekki skeð. Hitt, maður kemst yfir vopn úr skotvopnaverslun með því að nýta sér galla í kerfinu og drepur mann sem nýlega hafði hafið samband við fyrrverandi konu morðingjans.Morðið framdi hann á sæbrautinni, ef ekki hefði verið fyrir gallann í kerfinu hefði maðurinn notað hníf til verksins og ráðist á manninn aftan frá þegar hann fór til vinnu. Gallinn er til komin vegna þess að menn sem eru ekki í neinum tengslum við raunveruleika sömdu númerandi vopnalög en settur var hnútur á ferlið sem á að bæta öryggið en þess í stað kom upp gat í kerfið og var það notað til þess að ráða manni bana. Þar sem gatið er enn til staðar, og þar sem ég hef ekki hug á því að láta þann atburð endurtaka sig, ætla ég ekki að segja frá því hver vandinn er né hvaða úrbætur þarf að fara út í til að koma í veg fyrir gatið en þeim var þá komið á rétta aðila og er reglulega ítt á úrbætur en önnur frumvörp þykja mikilvægari. Það er nefnilega oft þannig að upp koma fallegar hugmyndir sem hljóma skynsamlega fyrir fólk sem er ekkert að velta sér upp úr staðreyndum endar oftast með hörmungum og ég er nokkuð viss um að þínar hugmyndir munu gera það líka. Núverandi eftirlits kerfi og varnir er eins öruggt og það getur orðið og er fjöldi mála eða öllu heldur fægð þeirra sönnun þess. Á Íslandi er eitt hæðsta hlutfall skotvopna í einka eigu eða yfir 200.000 byssur og þá á eftir að telja óskráðar sem áætlað sé að séu 50.000-60.000 og fjárbyssurnar sem hæglega gætu verið allt að 15.000. Það að atvik með skotvopn yfir árið sé teljandi á fingrum annarrar handar má teljast nokkuð gott, sérstaklega í ljósi þess að ef við værum að bala um BNA í dag værum við með 12-20 morð á ári og 100-150 morðtilraunir eða BNA í kringum 1990 þegar 50.000 mans voru drepnir í gengjabardögum í L.A eini saman.
Þess má geta að einn lögreglumaður hefur slasast mjög alvarlega við skyldustörf og það var vegna þess að keyrt var á hann af ásetningi. Fjöldi lögreglumanna slösuðust 2008 og 2009 þegar grjóti og hellum var kastað á þá.
Auk þess vil ég benda á að menn nefna aldrei öryggis vanda fyrr en eftirá þar sem menn vilja ekki vera að kenna mönnum hvernig á að svindla vopn úr kerfinu líkt og orsakaði síðasta morð og talað er um það óbeint í lið tvö "2. Lagaumhverfi skotveiðimanna"
Brynjar Þór Guðmundsson, 9.3.2013 kl. 20:31
Já, þetta með glæpasamtökin erum við sammála um. Ég bloggaði um þetta hér: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1285407/ því ég tel að núverandi stjórnvöld hafi ekki gætt öryggishagsmuna sem skyldi en auðvitað eiga þau að gera það með fullnægjandi hætti og sambærilegum við það sem gerist í löndunum í kring.
Þessar tölur sem þú nefnir um vopnaeign eru athyglisverðar. Það er greinilega full ástæða til að vekja umræður um þetta mál. Á 7. áratugnum voru óskráð vopn innkölluð eigendum að saklausu, þ.e. þeir voru lausir allra mála ef þeir skiluðu vopnunum. Þetta þyrfti að endurtaka sig. Kindabyssur ættu ekki að þurfa að vera svona margar því heimaslátrun er hætt og aðrir möguleikar á aflífun fénaðar í boði. Það þyrfti að gera átak í því að fækka þessum óskráðu vopnum.
Ég sé, þrátt fyrir þetta síðasta innlegg þitt, ekkert athugavert við það að einhverjir aðilar sem sjái sér hag í því, t.d. öryggisfyrirtækin eða hugsanlega slökkviliðin úti á landi bjóði upp á örugga vistun skotvopna gegn hóflegu gjaldi. Hægt væri að hafa svipað kerfi og á bankahólfunum, þ.e. vörsluaðilinn væri með einn lykil og eigandinn annar og báða lyklana þarf að nota til að taka vopn úr skáp. Ég er nokkuð viss um að einhverjir, jafnvel margir myndu nýta sér þessa þjónustu ef um fá vopn væri að ræða og árgjald er lægra en kostnaður við byssuskáp. Ennfremur þyrfti að efla til muna eftirlit með þeim byssum sem ekki verður komist hjá að geyma á heimilum. Þetta gæti stuðlað að mun færri skotvopn yrðu geymd á heimilum en raunin er í dag og þau sem þyrftu að vera þar yrðu mun tryggari en þau sem eru þar nú.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.3.2013 kl. 12:06
Sæll Ragnar, Ég virðist hafa verið svolítið á undan samtímanum með fjölda skotvopna, Geirjón sagði 2011 að þau væru ekki nema 60.000 skráð skotvopn á landinu sem ég er ekki alveg tilbúinn að kaupa svona hrátt þar sem gunpolocy.org telu þær vera 90.000.
Mig minnir nefnilega að fjöldi skammbyssna sé frá 1.500-1.700,skráð og allt keppnis-, meindýra og löggæsluvopn. Mig minnir að mér hafi veið sagt að sennilega hafi verið 2006 um 30.000 rifflar og 80.000 haglabyssur(en minnið getur leikið mann grátt). Einnig veit ég að fjárbyssur eru á nær hverjum bæ þar sem bændur lenda reglulega í því að þurfa að aflífa dýr á bænum, einnig hafa margir tekið með sér fjárbyssurnar þegar þeir yfirgefa búið sem er ekki rétt að mínu mati.
"Ég sé, þrátt fyrir þetta síðasta innlegg þitt, ekkert athugavert við það að einhverjir aðilar sem sjái sér hag í því, t.d. öryggisfyrirtækin eða hugsanlega slökkviliðin úti á landi bjóði upp á örugga vistun skotvopna" ef einhver sér sér hag í því er svo sem ekkert um það að sega, hinsvegar er ljóst að það yrði aldrei ódýrara en byssuskápur þar sem flestir eru undir 100.000 kr og minnir mig að minn hafi kostað um 45.000 sem ég fjárfesti í eftir hrun, hinsvegar held ég að það yrði klúður ef menn yrðu skyldaðir til þess að geima öll sín vopn á byssuhótelum þar sem erfitt gæti veið td að nálgast þau þegar fara á í túr eða uppá völl með vinunum. Auk þess er alltaf öryggisatriðið stórt.
Það hefur legið fyrir alþingi nú ný vopnalög frá 2006, sumt gott og annað ekki þar en þar stendur til að skylda menn til að hafa öll vopn í vopnaskápum og er það bót.
"Það þyrfti að gera átak í því að fækka þessum óskráðu vopnum. " Því er ég alveg sammála, flest óskráð vopn eru frá því fyrir 1994 "Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS), segir að upp úr 1980 hafi orðið mikil verðmunur á verði skotvopna hér á Íslandi og einkum í Bandaríkjunum. "Þannig að var töluvert mikið um smygl á vopnum nánast fram til 1998. Um svipað leyti var töluverður bílainnflutningur, einkum frá Bandaríkjunum, og það kom hingað inn í landið umtalsvert magn af óskráðum skotvopnum. Nákvæmlega hversu mörg þau eru veit enginn." Það væri sennilega auðveldast að leyfa þessi vopn hreinlega og fá þau þannig upp á yfirborðið en ýmist skrifræðið eða embættismenn sem eru móti byssum sem þar þvælast fyrir. Ég veit um þó nokkra sem hafa lent í stappi vegna þess að ekki fæst leyfi sumstaðar og annarstaðar lenda menn í vanda vegna þess að ekki er hægt að gefa upp hvaðan vopnið kom, en þá hefur það fundist milli veggja eða verið selt frá leyfisleisi yfir á mann með leyfi gegn þagmælsku. Yrði mér boðið að kaupa óskráð myndi ég gera það hreinlega til að tryggja að stöðva óskráninguna en ég bý í það góðu sýslumannsembætti. Einnig er annað sem þú mátt fara að berjast fyrir en það er þau vandamál sem herjar á mörg skotfélög en það varðar æfingasvæði. Í Raun er betra að menn séu að æfa við 100% öryggi í niður grafnir riffilbraut með 2 metra batta(4-5 metrar niður) en að menn séu að taka sénsinn út í móa þar sem eru alltaf einhverjar líkur á að kúlan úr riffli taki nýja stefnu og fari þangað sem henni langar. Td Var skotfélaginu Markviss hafnað um byggingu á Riffilbraut(að riffilbraut yrði sett á aðalskipulag) vegna þess að það var ekki á aðalskipulaginu. Einnig er hægt að benda á það sem ég setti hér að ofan
Brynjar Þór Guðmundsson, 11.3.2013 kl. 07:24
Takk fyrir athugasemdirnar og umræðuna Brynjar, þetta er fróðlegt og upplýsandi.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 11.3.2013 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.