Þriðjudagur, 1.1.2013
Skotvopn á ekki að geyma á heimilum
Skylda þarf eigendur skotvopna til að geyma öll vopn í byssuskáp. Þeir gætu sem best átt þessa skápa saman til að komast hjá miklum útgjöldum og vopnaskápana á að vista á öðrum mun öruggari stöðum en heimilum, geymslum eða frístundahúsum.
Öll skotvopn eiga að sjálfsögðu að vera í læstum byssuskápum og skotfærin í öðrum jafn öruggum læstum hirslum. Að því búnu þyrfti löggjafinn að koma á reglulegu eftirliti með því að farið væri eftir þessum reglum en sem stendur er ekkert slíkt eftirlit. Það ætti þó enginn að velkjast í vafa að slíkt eftirlit á fullan rétt á sér eins og t.d. bifreiðaeftirlit eða heilbrigðiseftirlit. Þetta eftirlit þyrfti að lögbinda. Þeir sem ekki færu eftir reglunum myndu missa byssuleyfið og yrðu að skila inn sínum vopnum strax við fyrsta brot.
Sjá fyrri pistil um þetta málefni: http://ragnargeir.blog.is/blog/ragnargeir/entry/1274726
Sérsveitin kölluð út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eins og lögin eru í dag er skilda að geyma skotvopn og skofæri aðskild í læstum skáp ef þú átt þrjár byssur eða fleiri. Því er fylgt eftir, og þeir sem ég þekki sem eiga þetta margar byssur hafa sagt mér að lögreglan komi í heimsókn og athugi þessi mál. En ef þú átt færri byssur er skápurinn ekki skylda, en skotfæri verða samt sem áður að vera geymd annarsstaðar eða í læstri hyrslu. Góður byssu skápur kostar minna en meðal byssa þannig að það er ekkert stórmál að skylda þetta við kaup á fyrstu byssu. Vandamálið er samt það að það eru byssueigendurnir sjálfir, í flestum tilfellum, sem eru að munda þær á fylleríi og því gerir skápur í þeirra eigu á eigin heimili lítið í að varna þeim aðgangi að þeim.
Reputo, 1.1.2013 kl. 13:44
Hvar þá?
Ásgrímur Hartmannsson, 1.1.2013 kl. 13:49
Ég skil ekki af hverju byssurnar mega vera þrjár áður en þær þykja hættulegar. Ein byssa er jafn hættuleg og hinar tvær, sé ekki rétt að málum farið.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.1.2013 kl. 14:10
Takk fyrir innlitin. Hvar þá spyr Ásgrímur og á líklega við hvar eigi að vista byssuskápana. Já, góð spurning. Kannski gætu öryggisfyrirtækin boðið upp á aðstöðu fyrir svona vistun eða björgunarsveitirnar, sem gætu þá líka séð um eftirlitið sem ríkið greiddi þeim fyrir. Augu sjá betur en auga og ég er nokkuð viss um að lesendum dettur eitthvað í hug.
Reglur af þessu tagi myndu bókstaflega slá vopnin úr höndum ribbaldafélaganna sem eru þegar byrjaðir að sanka þeim að sér heima eða á samkomustöðum sínum.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.1.2013 kl. 14:22
Ertu semsagt að segja að það sé best að geyma allar byssur landsins í einhverskonar vopnabúri?
Sindri Karl Sigurðsson, 1.1.2013 kl. 15:28
Nákvæmlega Reputo. Þeirra eigin skápur er gagnslaus þegar þeir eru komnir á n-tu flösku.
Sammála Anna Dóra. Þetta er óskiljanlegt.
Á öruggum stöðum, í fleirtölu, ekki stað. Sindri.
Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.1.2013 kl. 17:55
HVAÐ hafa Íslendingar að gera við margar byssur á einu heimili ???
Er búist við stríði ?
Og ætla þeir að vinna það með rifflum og hagglabyssum ??
Erla Magna Alexandersdóttir, 1.1.2013 kl. 19:01
Myndu ribbaldar fara að lögum?
Ásgrímur Hartmannsson, 1.1.2013 kl. 20:50
Það er hægt að gera þeim erfitt fyrir Ásgrímur. Ef það er bannað að geyma skotvopn heima eða í félagsheimilum nema með undanþágu að viðurlagðri þungri refsingu þá verður þeim gert erfitt fyrir að halda uppi hefðbundinni "starfsemi".
Hvar eru nú allir þeir sem hafa gagnrýnt ástandið í Bandaríkjunum hvað mest? Hversu margar skotárásir og alvarleg atvik þurfa að verða hérlendis til að menn átti sig á að það þarf að gera róttækar breytingar á okkar eigin löggjöf?
Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.1.2013 kl. 20:59
Tja taktu þá bara af þeim bílinn líka! Það drepast fleiri og örkumlast vegna þinnar n-tu flösku, eins og þú vilt kalla hana, á bíl en án bíls.
Gangi þér vel á vegferð dauðans þetta árið.
Sindri Karl Sigurðsson, 1.1.2013 kl. 21:03
Já, hraðinn í umferðinni er líka stórt vandamál, víða í þéttbýli er allt of mikill hraði leyfður með tilheyrandi svifryksmengun. Fólk flýr þéttbýlið vegna skaðlegra áhrifa umferðar á lífsgæði.
Minni ökuhraði myndi líka stuðla að minnkaðri eldsneytiseyðslu. Rökin fyrir hraðanum eru hagkvæmni, en hvernig er hægt að meta mannslíf til peninga? Við verðum einfaldlega að aka hægar.
Gangi þér vel sömuleiðis Sindri og takk fyrir innlitið.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.1.2013 kl. 21:18
Það er sama hvernig reynt er að fela skotvopn, þeir sem vilja ná altaf í þau! Og Reputo, væri ekki ráð að fela allar byssurnar á Grænlandi?
Eyjólfur Jónsson, 1.1.2013 kl. 21:20
Eyjólfur, peningar og skartgripir eru geymdir á öruggum stöðum og aðeins þeir sem eiga að ná í þá komast í þá. Þetta er vel hægt.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.1.2013 kl. 21:28
T.d. í bankahólfum. Af hverju ættu jafn hættulegir hlutir og byssur ekki að vera bakvið lás og slá þegar þær eru ekki í notkun?
Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.1.2013 kl. 21:29
t.d. með geymslu í bankahólfum á bak við lás og slá. Sama ætti að gilda um byssurnar. Við vitum að heimilin eru ekki öruggir staðir vegna þjófagengjanna.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 1.1.2013 kl. 21:41
Já, miðum allt okkar líf við það sem 1% af þýðinu gerir kannski.
Nei, ég held nú síður, leiður er ég orðinn á þeirri vitleysu alltaf.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.1.2013 kl. 23:20
Ragnar.
Byssueigendur eru skikkaðir til að vera með skáp sem ekki er hægt að brjótast inn í nema með meiriháttar tólum (það er allt hægt sjáðu til). Í núverandi lögum er skotvopnaeigendum sem eiga 3 byssur eða meira gert skylt að kaupa skáp og láta taka hann út. Auðvitað má segja að við fyrstu byssu eigi að kaupa skáp en lögin eru eins og þau eru og erfitt fyrir alla bændur t.d. að kaupa skáp fyrir kindabyssu (sem þarf nb. ekki að vera með leyfi fyirir ef ég man rétt).
Þetta er eins og með bíldrusluna, það er auðvelt að breyta henni sem slíkri í morðvopn og í raun hægt að segja að þeir sem láta ekki skoða bílinn sinn séu morðingjar þegar eitthvað slæmt gerist í druslunni, óskoðaðri, og þeir undir stýri.
Fólk hefur nú langflest eitthvað á milli eyrnanna og ég reikna með að uppeldið komi í veg fyrir að skotvopn verði leikföng úti á götu, líkt og í tölvuleik.
Sindri Karl Sigurðsson, 1.1.2013 kl. 23:23
Er það ekki svolítið mikil forræðishyggja að vera að taka öll skotvopn og fela þau á bakvið lás og slá? Byssur eru bara tæki sem geta verið notuð til að skaða aðra, alveg eins og hnífar, bílar, bensín og fullt af öðrum hversdagslegum hlutum. Við getum reynt að fela allt sem okkur dettur í hug en það mun ekki breyta því að ef einhver ætlar að drepa einhvern, þá mun hann gera það, og ef einhver ætlar að hóta einhverjum, þá mun hann gera það.
Svo segirðu "Af hverju ættu jafn hættulegir hlutir og byssur ekki að vera bakvið lás og slá þegar þær eru ekki í notkun?"
Hvað með alla aðra hluti sem eru hættulegir? Hnífar eru augljóslega mjög hættulegir, þyrftum við þá ekki líka að fara að skila þeim inn í sameiginleg vopnabúr þegar við erum búin að nota þá?
Ég skil ekki afhverju það er ekki nóg að læsa bara vopn inni í vopnaskáp einhverstaðar á heimilinu, það virðist allavega hafa virkað vel hingað til.
Andri Már (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 23:28
Ég las hér ofar tillögu að eftirliti með byssum og byssuskápum. Góð hugmynd, en er hún framkvæmanleg svo nokkru nemi ?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 1.1.2013 kl. 23:40
Anna Dóra.
þetta sem þú vitnar til er í gangi og innt af lögregluumdæmum í kringum landið. Ég get ekki betur séð en að þessi umræða sé öll meira og minna sprottin upp af fáfræði, eða öllu heldur slæmu upplýsingaflæði til almennings.
Annars er það þannig að þeir sem þurfa að lúta lögum og reglum í kringum skotvopn eru upp til hópa mjög vel meðvitaðir um hvað þarf að gera og hverjar reglurnar eru. Mun betur en annar almenningur, enda er reglunum ekki beint að fólki sem ekki á byssur.
Sindri Karl Sigurðsson, 2.1.2013 kl. 00:35
Andri Már; skemmtilegt að þú skulir mynnast á hnífa... það vill nefnilega svo til að ég veit hvað gerist ef þú fjarlægir þá, það hefur verið gert:
http://www.independent.co.uk/news/uk/crime/police-begin-knife-amnesty-479510.html
http://www.guardian.co.uk/uk/2006/dec/07/ukcrime.freedomofinformation
Reglur? Með fleiri og flóknari lögum og reglum verða fleiri glæpir. Miklu fleiri.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2013 kl. 01:49
Sammála því að umræðan um að banna vopn eða aðgengi að vopnum er að mestu sprottin upp af fáfræði eða slæmu upplýsingaflæði til almennings. Það kannski hljómar of einfalt til að vera satt, en staðreyndin er sú að glæpamenn drepa - ekki vopnin þeirra!
Í Bandaríkjunum (þrátt fyrir áberandi fréttir um skotárásir) mældist á árinu 2012 lægsta glæpatíðni síðan á 6. áratug síðustu aldar! Bandaríkjamenn hafa líka margsinnis rætt kosti og galla byssulöggjafar sinnar og gert fjölmargar rannsóknir og kannanir á öðru fyrirkomulagi líkt og Bretar gerðu vorið 2006 (eins og Ásgrímur benti réttilega á). Niðurstaðan er alltaf sú sama: tilraunir til að fækka eða draga úr aðgengi á vopnum hefur lítil eða engin áhrif á glæpi. Með öðrum orðum: glæpamenn drepa - ekki vopnin þeirra!
Þó að háværar raddir frá illa upplýstu fólki kalli hins vegar eftir breyttu fyrirkomulagi á byssulöggjöf í BNA (og greinilega smá hér á Íslandi líka), þá skal ekki undrast á því að menn sem vita betur séu tregir til. Sérstaklega í ljósi hinnar sögulegu lágu glæpatíðni vestanhafs.
Ég vona svo innilega að fjármunum samfélagsins hér á Íslandi verði aldrei sóað í aðgerðir til að fækka eða draga úr aðgengi á vopnum í von um að fækka glæpum. Ef við viljum fækka glæpum skulum við frekar nýta fjármuni okkar í að efla menntun, auka löggæslu, bæta meðferðarúrræða fyrir fíkla og fyrrverandi fanga...eða bara eitthvað af þeim 20 atriðum sem nefnd eru hér: http://www.independent.co.uk/news/uk/crime/20-ways-to-fight-crime-850000.html
Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 05:10
Takk fyrir innlitin og umræðuna:
Sindri Karl Sigurðsson, 1.1.2013 kl. 23:23:
"Fólk hefur nú langflest eitthvað á milli eyrnanna og ég reikna með að uppeldið komi í veg fyrir að skotvopn verði leikföng úti á götu, líkt og í tölvuleik."
Ef eitthvað er þá er birtingarmyndum ofbeldis í afþreyingariðnaði að fjölga ef eitthvað er. Ofbeldið er að verða harðara og sjálfsagðari hluti af söguþræðinum. Fólk er ekki nægilega meðvitað um að að baki efnisins standa öflugir aðilar sem hagnast að líkindum verulega á því að sýna gróft ofbeldi. Þetta er iðnaður og að baki iðnaðarins er mikið fjármagn. Á meðan ekki verður vitundarvakning fyrir því að ekki sé eðlilegt að njóta þess að horfa á fólk skorið og skotið í tuga- eða hundraðatali per klukkustund þá er varla hægt að búast við því að efnið á milli eyrnanna aukist að gæðum.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2013 kl. 07:00
Andri Már (IP-tala skráð) 1.1.2013 kl. 23:28:
"Hvað með alla aðra hluti sem eru hættulegir? Hnífar eru augljóslega mjög hættulegir, þyrftum við þá ekki líka að fara að skila þeim inn í sameiginleg vopnabúr þegar við erum búin að nota þá?
Ég skil ekki afhverju það er ekki nóg að læsa bara vopn inni í vopnaskáp einhverstaðar á heimilinu, það virðist allavega hafa virkað vel hingað til."
Andri hnífar eru ekki sérframleiddir sem vopn heldur matvinnslutæki. Byssur eru smíðaðar og framleiddar til veiði á dýrum eða sem vopn í hernaði. Það hefur þvert á móti ekki virkað nægilega vel að læsa vopnin í vopnaskápum heimilanna. Útköll sérsveitarinnar vegna þess að ölvaðir vopnaeigendur fara að skaka vopn sín ættu að vera nógu mörg til að sannfæra þig um að svo er ekki. Þó enn sem komið er hafi ekki týnst líf í vegna þessa sem ég man eftir þá hlýtur kostnaðurinn vegna þessara útkalla að vera orðinn umtalsverður.
Ég veit einnig dæmi um að vopnum var stolið úr vopnaskáp vegna þess að þjófurinn fann lyklana.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2013 kl. 07:07
Sindri Karl Sigurðsson, 2.1.2013 kl. 00:35
"þetta sem þú vitnar til er í gangi og innt af lögregluumdæmum í kringum landið. Ég get ekki betur séð en að þessi umræða sé öll meira og minna sprottin upp af fáfræði, eða öllu heldur slæmu upplýsingaflæði til almennings."
Ég held að þetta meinta eftirlit sem þú talar um Sindri sé í algeru sleifarlagi ef eitthvað er, það getur þó verið að það hafi skánað eitthvað á síðustu árum, en mér er ekki kunnugt um að vopnaeigendur þurfi t.d. að endurnýja vopnaleyfi sín relgulega líkt og t.d. bíleigendur og aldrei hef ég heyrt um heimsókn lögreglunnar á íslenskt heimili til að líta eftir byssuskápnum.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2013 kl. 07:12
Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2013 kl. 01:49
"Reglur? Með fleiri og flóknari lögum og reglum verða fleiri glæpir. Miklu fleiri."
Ásgrímur á meðan við höfum lög þá höfum við líka lögbrot. Umferðarlögin eru brotin oft á hverjum klukkutíma. Það þýðir samt ekki að þau geri ekki sitt gagn. Ef mikið er um lögbrot þá þarf einfaldlega að herða eftirlit með viðkomandi lögum.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2013 kl. 07:14
Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 05:10
Atli, þetta innlegg þitt er eins og bergmál af umræðunni Vestanhafs. Þar er einmitt að koma fram að aðgengi að hættulegum vopnum er stór hluti af vandanum. Hinir þættirnir eru geðheilbrigðisþjónusta og svo hafa menn bent á ofbeldisdýrkun í afþreyingariðnaði. Þú talar um sögulega lága glæpatíðni? hvað með tíðni skotárása í BNA!?
Í rauninni eru bara tveir kostir í stöðunni, annað hvort vopna sem flesta eða reyna að takmarka sem mest aðgengi að vopnum. Í hvernig samfélagi viltu búa og verja þínu lífi? Samfélagi þar sem flestir ganga um vopnaðir eða samfélagi þar sem fæstir ganga um vopnaðir? Ég held að flestir kjósi síðari kostinn.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2013 kl. 07:24
Sæll Ragnar. Hvar hefur komið fram að stór hluti af vandræðum í BNA sé aðgengi að vopnum? Ég veit að margir vilja trúa því, enda myndi það einfalda vandann töluvert. Hins vegar efast ég um að sannfærandi gögn liggi fyrir sem styðji það (en endilega leiðréttu mig ef það er ekki svo).
En þú sagðir að það væru aðeins tveir kostir í stöðunni - að vopna sem flesta eða vopna sem fæsta. Ég veit ekki með þig, en á mínu heimili geymi ég heilu skúffurnar fullar af banvænum vopnum. Þau vopn eru ekki einu sinni í læstum skápum, enda nota ég þau daglega við alls konar matargerð. Börnin mín (allavega þau elstu) geta líka með tiltölulega einföldum hætti nálgast þessi vopn og þegar ég býð fólki í heimsókn (t.d. í áramótapartý þar sem er mikil ölvun) geta gestir með mjög einföldum hætti gripið í þessa banvænu hluti.
Kannski eru einhverjir þarna úti sem ganga frá og læsa inni öllum hnífum, reipum, hömrum, stórum kertastjökum, golfkylfum, og öðrum hlutum sem hafa oft verið notuð sem morðvopn þegar þau eru ekki í notkun. Kannski gerir þú það sjálfur?
Ég sé hins vegar fleiri kosti en þessa tvo sem þú nefndir. Þær rannsóknir sem bæði ég og Ásgrímur höfum bent þér á sýna að fjölda vopna í umferð hefur ekki áhrif á glæpi. Glæpamenn í umferð hafa hins vegar áhrif á glæpi og ég vel alltaf þann kost sem heldur glæpamönnum í algjöru lágmarki.
Ég kýs því að búa í samfélagi þar sem fjármunum er varið í að fækka glæpum með þeim aðferðum sem ég nefndi hérna áðan. Við þær aðferðir má vissulega bæta við fjárframlögum til geðheilbrigðisþjónustu eða -eftirlit og vinna þannig markmisst að því að uppgötva skotárásarmenn áður en þeir skaða samfélagið og sig sjálfa.
En taktu eftir að ef fjármunum er varið í að fækka eða draga úr aðgengi að vopnum, eru færri fjármunir eftir til að berjast við rót vandans - sem eru glæpirnir sjálfir.
Eigðu góðar stundir,
Atli.
Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 09:29
Endurnýjun á hinum og þessum réttindum er í oft á tíðum ekkert annað en peningaplokk. Ekki taka menn bílprófið aftur og aftur.
Annað í þessari umræðu varðandi réttindi, þá er alveg ljóst að þau eru ekki tekin af fólki nema með dómi.
Sleifarlagið sem þú minnist á er náttúrulega hugarburður þinn og það að setja þetta í samhengi við einhverja tölvuleiki og framleiðendur þeirra er vægast sagt léleg Latína
Ég get ekki betur séð á þínum skrifum að það sé eitthvað lítið hald í því reipi sem þú hangir í.
Sindri Karl Sigurðsson, 2.1.2013 kl. 09:37
Ragnar, hvað með það þó hnífar geti verið notaðir í matreiðslu? Það breytir því ekki að þetta eru hættuleg vopn sem eru til í eldhúsinu á örugglega hverju einasta heimili í landinu.
Ég er líka ekki sammála því að það sé ekki að virka að geyma vopn inni í byssuskáp bara út af nokkrum útköllum. Ég efast um að útköllum myndi fækka ef skotvopn yrðu falin því fólk er bara fólk og það mun gera heimskulega hluti hvort sem það hefur aðgang að skotvopnum eða ekki.
Andri Már (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 10:06
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2013 kl. 07:12
en mér er ekki kunnugt um að vopnaeigendur þurfi t.d. að endurnýja vopnaleyfi sín relgulega líkt og t.d. bíleigendur og aldrei hef ég heyrt um heimsókn lögreglunnar á íslenskt heimili til að líta eftir byssuskápnum.
Það er nú einmitt málið, það er eins og athugasemdir hér að ofan þá er þessi hugsun hjá fólki oft byggð á fáfræði, skotvopnaeigendur þurfa að endurnýja skírteyni á 10 ára fresti, ef viðkomandi kaupir eða selur skotvopn þá þarf að útbúa nýtt skírteyni, viðkomandi fær ekki skotvopn afhent fyrr en búið er að samþykkja það af lögreglu (þ.e.a.s búin öll pappírsvinnan).
Til að kaupa skot þá þarf viðkomandi að sýna fram á skotvopnaskírteyni (þetta er eitthvað sem sölumenn skota eiga að fylgjast með, þó viðurkenni ég það að það er eflaust ekki alltaf gert).
Þó þú hafir ekki heyrt af því að nokkur persóna hafi fengið heimsókn vegna úttektar á byssuskáp þá þýðir það ekki að það hafi aldrei gerst og það þýðir ekki heldur að það gerist ekki reglulega.
Lögin eru vel skýr þegar kemur að skotvopnum hérlendis og eru þau frekar ströng miðað við aðra staði í heiminum, t.d. skápur sem er léttari en 150kg þarf að bolta niður.
Erla Magna Alexandersdóttir, 1.1.2013 kl. 19:01
HVAÐ hafa Íslendingar að gera við margar byssur á einu heimili ???
Er búist við stríði ?
Það þarf mismunandi byssur á mismunandi bráð, fyrir fugla þá þarf haglabyssu eða lítinn riffil og fyrir hreindýr þá þarf stórann riffil. Einnig þótt furðulegt megi virðast þá eiga hugsanlega margar manneskjur á sama heimilinu skotvopn 8) einnig þá eru skápar stundum samnýttir hjá fjölskyldum, sérstaklega ef verið er að geyma skotvopn á milli veiðitímabila.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.1.2013 kl. 12:17
Sindri Karl, takk fyrir upplýsingarnar. Ég las bara þarna að þetta eftirlit þyrfti að vera. Ég skildi það svo, að það væri ekki til staðar.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 2.1.2013 kl. 17:56
Atli Bjarnason 2.1. 2003 kl. 09:29:
Ég sé að við erum nokkuð sammála um ástandið í BNA, en málið snýst ekki nema að hluta til kannski um fjölda glæpamanna í umferð. Til að fá vopnaleyfi hér þurfa menn líklega að vera með hreint sakavottorð, þannig var það a.m.k. Við erum því ekki að tala um glæpamenn hér heldur menn með hreint sakavottorð sem ganga af göflunum eftir að hafa fengið sér í glas og byrja að skaka vopnin.
Fjöldi óskráðra vopna, og vopna sem stolið er af heimilum hlýtur samt alltaf að vera mikið áhyggjuefni. Ég líki svoleiðis tækjum ekki við búrhnífa. Það þarf ekki glæpamenn til að svoleiðis tæki valdi manntjóni. Tiltekið slysaskot sem endaði með dauðsfalli er mér t.d. ofarlega í minni.
Sindri Karl Sigurðsson, 2.1.2013 kl. 09:37:
Jú, eitthvað þarf þetta að kosta en þetta kostar samfélagið nú þegar mikil útgjöld vegna útkalla sérsveitanna sem eru orðin nokkur í gegnum árin af þessum sökum og mannslíf er ekki hægt að meta til fjár.
Andri Már (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 10:06:
Ég endurtek bara það sem ég skrifaði í svari til Atla hér að ofan að samlíkingin við eldhúsáhöld í þessu sambandi er ekki að virka. “Bara út af nokkrum útköllum” skrifar þú, en hvað ætli svona útkall kosti og það er engin trygging fyrir því að þetta endi alltaf vel?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 2.1.2013 kl. 12:17:
Halldór geturðu nefnt dæmi um að lögregla hafi komið ótilkvödd til að inna af hendi reglubundið eftirlit með byssuskáp á heimili?
Ég veit nefnilega um mann sem átti sömu haglabyssuna í um 25 ár. Allan þann tíma hafði lögreglan aldrei samband og hann þurfti aldrei að endurnýja skírteinið. (Í framhjáhlaupi má geta þess að sú haglabyssa hafði valdið dauðsfalli vegna þess að unglingur komst í hana um miðja síðustu öld, hjá fyrri eiganda.) Ég þekki nokkra byssueigendur og hef aldrei heyrt þá tala um að lögreglan hafi komið til að athuga byssurnar.
Þakkir fyrir innlitin og athugasemdirnar.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2013 kl. 18:07
Mitt síðasta innlegg leiðir hugann líka að þeirri ógn sem byssuskáparnir og byssurnar eru unglingum á heimilum þar sem byssur eru geymdar. Hvað haldið þið að líði langur tími frá því að áhuginn á byssunum vaknar þangað til þeir eru búnir að finna lyklana að skápnum og komnir í byssurnar? Vikur, mánuðir, ár?
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2013 kl. 18:39
"Fjöldi óskráðra vopna, og vopna sem stolið er af heimilum hlýtur samt alltaf að vera mikið áhyggjuefni. Ég líki svoleiðis tækjum ekki við búrhnífa. Það þarf ekki glæpamenn til að svoleiðis tæki valdi manntjóni. Tiltekið slysaskot sem endaði með dauðsfalli er mér t.d. ofarlega í minni."
Semsagt, hnífar geta ekki valdið slysum og þú þarft að vera glæpamaður til að valda manntjóni með þeim og þess vegna er ekki hægt að líkja þeim við byssur. Mér finnst þetta nú heldur fátæklingsleg rök.
"Ég endurtek bara það sem ég skrifaði í svari til Atla hér að ofan að samlíkingin við eldhúsáhöld í þessu sambandi er ekki að virka. “Bara út af nokkrum útköllum” skrifar þú, en hvað ætli svona útkall kosti og það er engin trygging fyrir því að þetta endi alltaf vel?"
Og hvað með að það kostar eitthvað? Það kostar líka helling að senda lögregluna í venjuleg útköll, til dæmis útaf slysi. Eigum við þá að ráðast í það að útrýma öllum slysum til að spara pening? Við gætum náttúrulega lifað í blöðrum með öndunartæki og næringu í æð, þá myndum við nú aldeilis spara kosnaðinn!
Nei, það er bara partur af því að búa í samfélagi að einhverjir munu láta eins og vitleysingar og þá þarf bara að senda fólk til að redda því. Bara það að nokkrir bjánar hafa ákveðið að veifa riflunum sínum úti á götu þýðir ekki að það þurfi að fjarlægja allar byssur af heimilum landsins.
"Mitt síðasta innlegg leiðir hugann líka að þeirri ógn sem byssuskáparnir og byssurnar eru unglingum á heimilum þar sem byssur eru geymdar. Hvað haldið þið að líði langur tími frá því að áhuginn á byssunum vaknar þangað til þeir eru búnir að finna lyklana að skápnum og komnir í byssurnar? Vikur, mánuðir, ár?"
Ég held að þetta segi allt sem segja þarf: http://www.youtube.com/watch?v=Qh2sWSVRrmo og http://en.wikipedia.org/wiki/Appeal_to_emotion
Andri Már (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 19:44
"Ef mikið er um lögbrot þá þarf einfaldlega að herða eftirlit með viðkomandi lögum."
Meira eftirlit leiðir af sér hærri skatta og forhertari glæpamenn. Sem aftur leiðir af sér meira eftirlit og hærri skatta sem eftur eykur vandamálin...
Ég sé ákveðna vankanta á þessari löggæzlu-hugmynd.
Ef þú heldur að ég sé eitthvað að fabúlera get ég alltaf bent á Mexíkó.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.1.2013 kl. 01:45
Takk fyrir síðustu innlegg Ásgrímur og Andri Már. Við erum greinilega ósammála um þessi atriði.
Ein hættan enn sem stafar af byssum á heimilum sem ekki hefur verið nefnd ennþá hér, jafnvel þó læstar séu í skáp, er hve nálægð þeirra er hættuleg ef eigandinn er í sjálfsvígshugleiðingum. Ég veit ekki hvort að opinberar tölur liggi fyrir um fjölda sjálfsvíga með skotvopnum á hverju ári en þær væru athugunarefni í þessu sambandi.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 3.1.2013 kl. 07:31
Ragnar Geir Brynjólfsson, 2.1.2013 kl. 18:07
Halldór geturðu nefnt dæmi um að lögregla hafi komið ótilkvödd til að inna af hendi reglubundið eftirlit með byssuskáp á heimili?
Þetta er ekki eitthvað sem maður er að spyrja fólk að reglulega, en ég veit til þess að lögregla hefur já heimsótt einstakling til að hafa eftirlit með byssuskáp á heimili. En ef þú lest betur yfir það sem ég sagði fyrr þá sérðu að ég tók það hvergi fram að þetta væri að gerast, heldur bara að það gæti verið að gerast þrátt fyrir það að þú hefðir ekki heyrt eða vissir af því.
Ég veit nefnilega um mann sem átti sömu haglabyssuna í um 25 ár. Allan þann tíma hafði lögreglan aldrei samband og hann þurfti aldrei að endurnýja skírteinið.
Var þessi einstaklingur með skírteyni yfir höfuð til að byrja með (er byssan ekki bara ólögleg)? Ég veit ekki hvernig byssulöggjöfin var fyrir mörgum árum ef þetta er langt síðan, þá getur verið að menn hafi ekki þurft að endurnýja eins oft og þarf að gera í dag.
(Í framhjáhlaupi má geta þess að sú haglabyssa hafði valdið dauðsfalli vegna þess að unglingur komst í hana um miðja síðustu öld, hjá fyrri eiganda.)
Það er töluvert búið að bætast við löggjöfina síðan um miðja síðustu öld(herða), unglingar hafa líka komist í bíla hjá foreldrum og valdið slysum, unglingar hafa líka valdið banaslysum á bílum, eigum við ekki að fara skikka foreldra til að geyma bíllyklana sína líka einhverstaðar miðlægt í geymslum?
Ég þekki nokkra byssueigendur og hef aldrei heyrt þá tala um að lögreglan hafi komið til að athuga byssurnar.
Hefur þú spurt þá að því?
Mér sýnist þín sýn á þessi byssmál koma að mestu leyti frá reynslu um miðja síðustu öld, það er töluverður munur á því hvernig hlutirni eru núna og hvernig þeir voru fyrir 60 árum.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.1.2013 kl. 10:36
Ein hættan enn sem stafar af byssum á heimilum sem ekki hefur verið nefnd ennþá hér, jafnvel þó læstar séu í skáp, er hve nálægð þeirra er hættuleg ef eigandinn er í sjálfsvígshugleiðingum. Ég veit ekki hvort að opinberar tölur liggi fyrir um fjölda sjálfsvíga með skotvopnum á hverju ári en þær væru athugunarefni í þessu sambandi.
Nú ertu sem sagt ekki bara að segja að byssur valdi glæpum, heldur ertu líka að segja að byssur valdi sjálfsvígum!? Ég held að þú verðir alvarlega að fara að endurskoða þessi orsakasambönd sem þú hefur gert þér upp!
Ef einstaklingur er í sjálfsvígshugleiðingum, þá skaltu gjöra svo vel að skilja að það eru önnur og stærri mál að angra hann heldur en hvort það sé til byssa á heimilinu! Það sama á auðvitað við um glæpamenn sem eru í afbrotahugleiðingum!
Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 14:43
Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.1.2013 kl. 10:36:
Halldór mér sýnist að staðan sé 1:1 hjá okkur. Ég er búinn að nefna eitt dæmi og þú komst með þitt þegar ég innti þig eftir því. Þetta tímabil sem ég er að tala um þegar eftirliti var ekki sinnt með byssu var frá 1983-2008. Einstaklingurinn var með uppáskrifað skírteini frá byrjun gefið út af sýslumannsembætti hérlendu.
Ég hef ekki spurt byssueigendur sem ég þekki út í eftirlitið en það væri vissulega athugandi að fara að gera það, takk fyrir ábendinguna, athugasemdina og innlitið enn og aftur.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 3.1.2013 kl. 20:41
Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 14:43:
Atli vitaskuld er það ekki byssan sem angrar en ég geri mér í hugarlund að hún geti verið hættulega nálæg og óhugnanlega handhæg í þessum tilfellum. Einnig þegar fjölskylduerjur eða aðrar erjur blossa upp. Sjáðu t.d. þessa frétt. Þetta gerðist bara frá því við skrifuðumst á síðast. Því miður virðist það staðfesta mitt sjónarmið:
"Maður vopnaður riffli skaut í gærkvöld þrjá til bana og særði tvo í þorpi í kantónuninni Valais í suðvesturhluta Sviss.
Þegar lögreglumenn komu á vettvang beindi maðurinn rifflinum að þeim. Hann lá óvígur eftir stuttan skotbardaga og var fluttur á sjúkrahús. Enginn lögreglumannanna særðist. Maðurinn, sem býr í þorpinu, var að sögn mikið drukkinn. Tildrög árásarinnar eru enn ókunn."
Sjá: http://www.ruv.is/frett/thrir-letu-lifid-i-skotaras-i-sviss
Ragnar Geir Brynjólfsson, 3.1.2013 kl. 20:51
Ragnar.
Þú greinilega kynnir þér ekki málin heldur lætur alla aðra fóðra þig á upplýsingum og rengir síðan það sem þú sérð skrifað.
Svona málflutningur hjá þér er þér sjálfum til vansa, það er ekkert 1:1 , þetta er enginn fótboltaleikur.
Sindri Karl Sigurðsson, 3.1.2013 kl. 23:18
Sindri umræða er til þess að skiptast á skoðunum og upplýsingum. Það er eðlilegt að taka þátt í umræðu til að fræðast sjálfur og hugsanlega fræða aðra. Þeir sem taka þátt í umræðu verða að ganga til þess leiks tilbúnir til að þurfa að rökstyðja sitt mál og þurfa líka að geta horfst í augu við það að vera sýnt fram á að hlutirnir séu ekki nákvæmlega eins og þeir hefðu helst kosið sjálfir.
Um eftirlit lögreglu með skotvopnum segir í 57 grein:
"57. gr.
Eftirlit lögreglu.
Lögregla hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðarinnar. Í því skyni er henni m.a. heimilt eftirfarandi:
1. Skoða skrár leyfishafa samkvæmt reglugerð þessari um ráðstöfun skotvopna og skotfæra.
2. Að skoða húsnæði þar sem skotvopn eða skotfæri eru varðveitt."
Hér kemur fram að lögreglu sé heimilt að skoða húsnæði þar sem skotvopn og skotfæri eru varðveitt, þannig að það sem þú sagði getur vel passað en það sem ég sagði getur líka vel gengið upp. Að mínu mati býður þetta reglugerðarákvæði heim hættunni á að eftirlitinu sé ekki sinnt nema talin sé sérstök ástæða til, ekki síst í ljósi þess að sýslumannsembætti landsins búa við niðurskurð og viðvarandi fjárskort. Það er eðlilegt að þetta atriði sé dregið fram í umræðu og athyli almennings sé vakin á því.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.1.2013 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.