Af hverju er skaupiđ svona spennandi?

Ég velti ţví fyrir mér af hverju áramótaskaupsins er alltaf beđiđ međ svo mikilli eftirvćntingu og hallast helst ađ ţví ađ ástćđunnar sé ađ leita í ţeirri tegund gríns sem skaupiđ einkennist af.  Ţetta eru mestan part brandarar međ pólitísku ívafi og gjarnan pólitískri ádeilu.

Ástćđa ţess ađ grín af ţessari tegund er vinsćlt er ađ öllum líkindum sú ađ pólitísk umrćđa er ófullburđa hérlendis. Hún einkennist ótrúlega oft af ásökunum um fordóma eđa öfgar, deilum, ádeilu eđa jafnvel árásum. Af ţeim sökum eru trúlega margir sem sitja á sínum skođunum og flíka ţeim ekki ótilneyddir. Ţegar kemur ađ gríninu er umburđarlyndiđ meira og ţar brýst ţessi pólitíska spenna út og líklega líka í öđrum skapandi listum.

Skemmst er ađ minnast hvernig listamenn og ađrir menntamenn fyrrum Sovétríkjanna, sérstaklega rithöfundar ţurftu annađ hvort ađ ađ flýja land vegna ádeilu sinnar á stjórnvöld eđa laga list sína ađ ritskođun og rétthugsun stjórnvalda. Ţá blómstruđu bókmenntir sem komu skođunum á framfćri undir rós međ einhverjum hćtti. 

Af ţessum sökum er ţađ líklega ekki tilviljun ađ borgarstjóri Reykjavíkur er fyrrum atvinnugrínisti. Hann tók ríkan ţátt í ţví ađ finna pólitískri gremju fólks farveg međ list sinni og uppskar velţóknun og virđingu fólks í stađinn. Sigur flokks hans sýnir svo ekki verđur um villst ađ sú velţóknun og ađdáun sem hann hafđi unniđ sér inn var af pólitískum toga, ađ minnsta kosti ađ hluta til.  

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband