RÚV: Um öryggishlutverkið og langdrægni sendinga

Í októberlok 2008 bloggaði ég um öryggishlutverk RÚV og varpaði fram þeirri hugmynd að heppilegt gæti verið að koma á fót fjórum miðbylgjusendum, einum í hverjum landsfjórðungi. Tengill á þessa færslu er hér: Er öryggishlutverk RÚV fyrir borð borið? Þegar ég skrifaði þetta var mér ókunnugt um Skjaldarvíkurstöðina í Eyjafirði sem lögð var niður árið 2000 og hafði sent út á miðbylgju frá því 1950. Ég hafði þá heldur ekki lesið ágætan pistil Egils Héðins Bragasonar sem hann skrifaði árið 2005 og fjallar um sama efni: Öryggishlutverk RÚV – eru Akureyringar og Eyfirðingar afskiptir? Ég bendi lesendum hér með á þessa pistla. Frá því þeir voru skrifaðir hefur ekkert breyst hvað varðar stefnumótun um öryggishlutverk né heldur menningarhlutverk RÚV.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband