Nýr páfi Leó XIV og ţjóđfélagskenning kirkjunnar

Nýkjörinn páfi, Leó XIV, hefur valiđ sér nafn sem minnir á tímamót í sögu kirkjunnar og vestrćnnar samfélagsumrćđu. Sá síđasti sem bar ţetta nafn, Leó XIII er einkum ţekktur fyrir ađ hafa skrifađ bréfiđ Rerum Novarum áriđ 1891 – rit sem markađi upphaf ţess ađ kaţólska kirkjan tjáđi sig opinberlega um efnahags- og ţjóđfélagsmál samtímans.

Á ţeim tíma voru kapítalismi og kommúnismi í harđri andstöđu. Páfinn hafnađi öfgum beggja. Hann stađfesti rétt einstaklinga til einkaeignar en krafđist jafnframt samfélagslegrar ábyrgđar ţeirra sem ćttu auđ. Hann lýsti yfir stuđningi viđ rétt verkafólks til sanngjarnra launa og stofnunar stéttarfélaga, en hafnađi stéttabaráttuhugmyndum. Hlutverk ríkisins vćri ekki ađ stjórna öllu, heldur ađ verja hina veikustu ţegar ţörf krefur.

Ţó Rerum Novarum sé trúarlegt skjal ađ uppruna, ţá hafđi ţađ áhrif víđar. Ţađ varđ upphaf kaţólskrar ţjóđfélagskenningar sem hafđi áhrif í Evrópu um áratugi – ekki síst á hćgri vćng stjórnmálanna, t.d. kristilega demókrata í Ţýskalandi og Ítalíu, og síđar í trúar- og félagslegum skrifum Jóhannesar Páls II.

Ţađ er forvitnilegt ađ sjá páfa nú á 21. öldinni taka sér ţetta nafn. Hann kann ađ vera ađ senda ţau skilabođ ađ kirkjan ćtli sér ađ taka virkan ţátt í umrćđu um vaxandi ójöfnuđ, stöđu vinnandi fólks og siđferđileg mörk markađar og ríkisvalds út frá miđlćgum grunni kristinna hugmynda sem sameina mannlega reisn, frelsi einstaklinga og samfélagsábyrgđ.

Sjá nánar hér: https://kirkjunet.blogspot.com/2025/05/nyr-pafi-leo-xiv-og-jofelagskenning_9.html

 


Bloggfćrslur 9. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband