Færsluflokkur: Bloggar

Stórhættuleg lasertæki

Ekki veit ég um neinn hagnýtan tilgang með svona öflugum lasertækjum og ekki er þetta til sölu vegna þess að það sé notað í sporti, líkt og haglabyssur t.d. Ef þörf er á þessu vegna vísindarannsókna eða framkvæmda af einhverju tagi þá þurfa að gilda...

En nagladekkin eru óþörf í Reykjavík

Ef marka má nýlega auglýsingarherferð þá eru nagladekkin óþörf í Reykjavík. Þrátt fyrir það var um að ræða: „týpísk hálkuslys". Nokkrir misstu bíla út af veginum eða á ljósastaura, aðrir gleymdu að gera ráð fyrir lengri hemlunarvegalengd og lentu...

Vetrarkvöldið síðasta

Vetrarkvöldið síðasta gekk ég út í garð og hlustaði andartak á raddir vorsins. Um daginn hafði rignt og mófuglarnir voru iðandi af fjöri. Hrossagaukurinn og tjaldurinn kváðu við raust og einnig heyrðist í gæsum. Yfir flaug svo álft lágt í norðausturátt....

Var útvarpsstöð á Akureyri fyrir 1930?

Var útvarpsstöð á Akureyri fyrir 1930? Mig minnir að hafa heyrt sagt frá því í útvarpsþætti um Willard Fiske sem fluttur var líklega á Rás 1 fyrir einu eða tveimur árum. Ég hef prófað að gúgla þetta en finn ekkert á netinu og hef ekki mikinn tíma fyrir...

Rosadrýli

Hvað eru rosadrýli? Hvað er rosi? Á Suðurlandi er mikil og langvinn rigningartíð að sumri kölluð rosi. Mjög votviðrasamt sumar er kallað rosasumar. Rosadrýli eru litlar heyhrúgur, minni en heysátur sem hróflað var upp á túnunum í rosatíð í þeim tilgangi...

Holtarót og harðasægja

Þó nú ári vel hefur það ekki alltaf verið raunin á Íslandi. Ekki þarf að leita langt aftur til að finna heimildir um hallæri og óáran. Eitt gamalt máltæki eða vísuorð úr Flóanum varpar nokkru ljósi á það hvað fólk hefur þurft að leggja sér til munns...

Gömul húsgangsvísa úr Villingaholtshreppi

Í Flóanum, sunnlensku lágsveitunum finnast ýmsar gamlar heimildir og athyglisverð fróðleiksbrot í munnlegri geymd sem skaði væri að glata að fullu og öllu. Eitt þeirra er vísa þessi frá fyrri tíð: Sigga kerling sett var út af sakramenti tíu þó hún tíkum...

Fjallsperringur, hornriði og austantórur

Stundum er sagt að Sunnlendinga skorti allt loft, slíkt fyrirfinnist aðeins í norðlægari sveitum þessa lands. Samt sem áður eru ýmis nöfn notuð yfir vindinn á Suðurlandi, svo sem þessi: Fjallsperringur var vindátt kölluð á Suðurlandi, norðaustan eða...

Ein gaflatugga

Hve mikið þarf einn hestur? Áður var sagt að í fóðrun væru tíu kindur á við einn hest og fjórir hestar á við eina kú. Þegar beitt var, var talið að 30 kindur bitu á við einn hest. Þegar hey var borið úr heygörðum inn í húsin í laupum var einn laupur...

Metanmáinn Títan

Á Títan er bálahvasst, fimbulkalt, himininn er appelsínugulur, gosvirkni spýtir metangasi út í loftjúpinn og sumir telja að "hraunið" samanstandi af ammoníaksblönduðu vatni! Yfirleitt er þar þurrt og kalt en á nokkurra alda fresti geisa þar ofboðsleg...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband