Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015
Mánudagur, 2.2.2015
Heimurinn er enn í sköpun
Þetta álit sem Fry hefur á Guði segir meira um ófullburða guðshugmynd hans en Guð. Hann virðist t.d. ekki gera ráð fyrir því að heimurinn sé ennþá í sköpun og þróun. Þannig séð geta hugmyndir okkar um algóðan, alvitran og al-fallegan Guð átt þátt í því að beina þróuninni inn á ákveðnar brautir, til dæmis þá braut að hvetja okkur til að gerast þátttakendur í sköpuninnni og sköpunarverkinu. Ein leið til þessarar þátttöku er sú að reyna að finna lækningu við beinkrabbameini. Þannig séð verður illska og böl heimsins sérstök áskorun á hendur mannkyninu, áskorun sem verður að svara. Hver mínúta sem varið er annað hvort til góðs eða ills vegur mun þyngra í þannig heimi heldur en í heimi þar sem ekki er gert ráð fyrir Guði.
Guð er vitfirringur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)