Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
Laugardagur, 13.11.2010
Stórhættuleg lasertæki
Ekki veit ég um neinn hagnýtan tilgang með svona öflugum lasertækjum og ekki er þetta til sölu vegna þess að það sé notað í sporti, líkt og haglabyssur t.d. Ef þörf er á þessu vegna vísindarannsókna eða framkvæmda af einhverju tagi þá þurfa að gilda strangar reglur um meðhöndlun, t.d. eins og gilda um meðferð sprengiefna. Það er ótrúlegt að hver sem er geti keypt þetta í búð. Umsvifalaust ætti að banna alla sölu á þessu í sölubúðum til almennings en ekki bíða eftir því að ráðamenn í Brussel skipi okkur það að ofan.
En svona var það t.d. þegar radíum kom fyrst fram. Þá var fljótlega hægt að kaupa geislavirkan radíumelixír til inntöku! Það er eins og við áttum okkur ekki alveg hvað við erum með í höndunum þegar við fáum eitthvað nýtt og getum ekki séð afleiðingarnar fyrir.
Flugmaður missti sjónina tímabundi vegna leysigeisla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 3.11.2010
En nagladekkin eru óþörf í Reykjavík
Ef marka má nýlega auglýsingarherferð þá eru nagladekkin óþörf í Reykjavík. Þrátt fyrir það var um að ræða:
týpísk hálkuslys". Nokkrir misstu bíla út af veginum eða á ljósastaura, aðrir gleymdu að gera ráð fyrir lengri hemlunarvegalengd og lentu aftan á næsta bíl á gatnamótum og svo framvegis. Í nokkrum tilfellum vra [svo] fólk flutt á slysadeild til skoðunar en ekki var talið að um alvarleg meiðsl væri að ræða í neinum tilfellum.
Getur verið að þessi 50% svifryks sem verða í Reykjavík og eru skrifuð á reikning nagladekkja séu að hluta til komin vegna samverkandi áhrifa frá salti sem auki leysni malbiksins?
28 umferðaróhöpp í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)