Útvarp er sígildur fjölmiðill

Þegar bloggflokkar á blog.is eru skoðaðir sést þegar þetta er skrifað að Sjónvarpið er með sinn sérstaka flokk en útvarp er hvergi sjáanlegt. Ég hef þó sent umsjónarmönnum bloggsins póst og bent þeim á að bæta þessum flokki við. Af hverju?

Útvarp á mikið erindi til samtímans þrátt fyrir mikla athygli sjónvarps, kvikmynda og netsins. Þessu valda nokkur atriði:  

1. Útvarpstæki eru tiltölulega ódýr og meðfærileg, a.m.k. miðað við tölvur, vídeótæki og sjónvarpstæki. Þetta hefur þær afleiðingar að útvarpstæki er að finna víða; á heimilum, í bílum, á vinnustöðum, í verslunum og ýmsum stöðum þar sem fólk safnast saman.

2. Það er hægt að hlusta á útvarp þó fólk sé að gera eitthvað annað, svo sem að aka bíl eða vinna eitthvað í höndunum, en þetta er eiginleiki sem vídeó, sjónvarp eða netið búa ekki yfir.

3. Styrkur útvarpsins er hið talaða orð, sem ekki krefst áhorfs og einnig tónlistarflutningur en sjónvarp er ekki nauðsynlegt til að koma tónlist til skila.

Þessi þrjú atriði benda til að útvarp muni um fyrirsjáanlega framtíð verða bæði vinsæll og ómissandi fjölmiðill og snar þáttur menningar okkar eins og verið hefur síðustu 80 ár eða þar um bil. Ég hef því búið til mínar einkamöppur hér á blogginu, eina um útvarp og undirflokkur hennar er um Ríkisútvarpið. Þar má finna hugleiðingar mínar og hugmyndir um útvarp á Íslandi eins og þær hafa verið að þróast og mótast undanfarin tvö ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gott að vekja athygli á þessu. Ég er alveg sammála.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2009 kl. 12:25

2 identicon

Hjóla ganga ,bera út blöð eða taka til í íbúðinni .Útvarp hentar rosalega víða .Gemsinn minn er með FM sem ég nota mikið .

hordurhalldorsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 18:05

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Það eru líka margir góðir þættir í Útvarpi, t.d. Krossgötur Hjálmars Sveinssonar á laugardögum kl. 13:00. Snilldarþættir.

PS: Bið að heilsa Maríu. Segðu henni að við söknum hennar

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.4.2009 kl. 20:07

4 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitin og góðar kveðjur. María biður að heilsa öllum á Kumbaravogi, sendir bestu kveðjur og þakkar öllum kærlega fyrir gjöfina.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 30.4.2009 kl. 23:00

5 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Það er full ástæða til að vekja athygli á útvarpinu, en þá á ég við Rás I hjá Ríkisútvarpinu.  Vissulega mætti gera betur þar á bæ.  Þó er það eini ljósvakamiðillinn í landinu, sem kemst nálægt því, að taka leitandi hug fram yfir dægurþras og poppöskur.  Og ekki eru prentmiðlarnir skárri, því miður.

Pjetur Hafstein Lárusson, 2.5.2009 kl. 18:45

6 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið Pétur, já  Rás I er líka í uppáhaldi hjá mér. Ég vildi þó gjarnan að fleiri fengju þau góðu tækifæri sem þeir hafa fengið til að standa að rekstri menningarútvarps. Hinum eru flestar bjargir bannaðar og þeir eru dæmdir til að vera eins og þeir eru því þeir fá litla eða enga styrki.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 3.5.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband