Miđvikudagur, 11.6.2008
Salzburgarnautiđ
Salzburgarnautiđ eđa Salzburg Stier er heiti á hljómpípuorgeli sem geymt er í kastalanum í Salzburg, nánar tiltekiđ Hohensalzburg virkinu stćrsta kastalavirki í Evrópu sem gnćfir í meira en 100 metra hćđ yfir borginni og sem byrjađ var ađ byggja á 11. öld. Ţađ var erkibiskupinn í Salzburg, Leonard von Keutschach sem jafnframt var hertogi og stjórnandi Salsburgar sem í ţá tíđ var sjálfstćtt hertogadćmi sem lét byggja Salzburgarnautiđ áriđ 1502 til ađ nota ţađ sem klukku og sírenu fyrir borgina. Til ađ byrja međ gat orgeliđ ađeins gefiđ frá sér fáa hljóma og ţegar ţeir glumdu minnti hljómurinn á nautsbaul. Salzborgarar voru ţví fljótlega farnir ađ kalla spilverkiđ í kastalanum 'nautiđ'. Frá árinu 1502 hefur nautiđ baulađ ţrisvar á dag til ađ gefa borgarbúum til kynna hvađ tímanum líđur. Fyrir 500 ára afmćliđ áriđ 2002 var nautiđ tekiđ í gegn og lagfćrt.
Á ţessum tíma hefur nautiđ ţróast talsvert frá ţví ađ geta spilađ fá tóna yfir í ađ geta spilađ lög. Međal ţeirra sem sömdu lög fyrir Salzburgarnautiđ var Leopold Mozart fađir Wolfgangs Amadesusar Mozart. Hann endurbćtti nautiđ ţannig ađ hćgt var ađ koma tólf lögum fyrir á tromlunni sem stjórnar spilverkinu og ţví var hćgt ađ skipta um lag sem nautiđ spilađi fyrir hvern mánuđ ársins.
Nýlega var ég á ferđalagi á ţessum slóđum og á skođunarferđ um kastalann var stöđvađ viđ lítinn glugga ţar sem hćgt var ađ sjá inn í herbergi nautsins. Ég varđ svo hissa yfir ţví sem ég sá ađ ég steingleymdi ađ taka mynd en ţetta var eins og ađ horfa á risavaxna spiladós. Ţarna var tromla sem pinnar gengu út úr rétt eins og í litlum spiladósum nema ţessi var mjög stór. Á netinu fann ég ađ tromlan er 5 fet og 7 tommur á lengd og 9,8 tommur í ţvermál! Hljómurinn kemur frá orgelpípum sem eru um meter á hćđ ţađ mesta. Ekki heyrđi ég í nautinu í ţetta skiptiđ en kannski verđur ţađ síđar. Gaman vćri ef einhver lesenda ţessara orđa hefur heyrt í ţví hljóđiđ. Frá árinu 1997 hefur Salzburgarnautiđ veriđ á heimsminjaskrá UNESCO.
Heimildir:
http://www.salzstier.com/
http://www.salzstier.com/stierpics.htm
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Ferđalög | Breytt 12.6.2008 kl. 21:57 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.